Hjukrun.is-print-version

Fréttir

  • 05. febrúar 2014

    Alþjóðasamtök hvetja stjórnmálamenn til að styðja og efla hjúkrun

    Nýliðun og ráðningar vel menntaðra og þjálfaðra hjúkrunarfræðinga skipta sköpum ef tryggja á skilvirka og árangursríka heilbrigðisþjónustu af hæstu gæðum segir í fréttatilkynningu frá Evrópusamtökum félaga hjúkrunarfræðinga (EFN) og Alþjóðaráði hjúkrunarfræðinga (ICN) þar sem þau skora á stjórnmálamenn að beita sér fyrir því að til staðar sé nægilegur fjöldi vel menntaðra hjúkrunarfræðinga.

  • 03. febrúar 2014

    Samskiptamiðlar: Fíh opnar síðu á facebook

    Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga opnaði síðu á facebook í dag. Þar munum við birta ýmis áhugaverð efni, tengla og myndir. Við viljum heyra hvað þið hafið að segja, lof sem last og hlökkum virkilega til að sjá félagsmenn okkar virka í umræðum á síðunni. Það er von okkar að hér muni skapast enn einn vettvangur til samskipta við félagsmenn

  • 03. febrúar 2014

    Sest að samningaborðinu

    Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur frá því í desember 2013 unnið að endurnýjun kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna. Viðræður eru hafnar við alla viðsemjendur að undanskildum Reykjalundi.

  • 31. janúar 2014

    Laus orlofshús og íbúð

    Um mánaðamótin eru ennþá lausir bústaðir og íbúð. Minnum einnig á frábært tilboð Ísfirðinga hótel og skíði í einum pakka. Orlofssjóður Fíh niðurgreiðir marga orlofskosti fyrir félagsmenn sína sbr. eftirtalið:

  • 27. janúar 2014

    Starfsemi Fíh kynnt

    Félagið hélt sinn árlega kynningarfund fyrir fjórða árs hjúkrunarnema við Háskóla Íslands á Hotel Natura þann 27. janúar síðastliðinn. Á fundinum voru kynntir helstu þættir í starfsemi félagsins.

  • 24. janúar 2014

    Fíh tók þátt í kynningardeginum "Á Krossgötum"

    Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tók þátt í kynningardeginum Á krossgötum en að honum standa nemendur á lokaári BS náms í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Fíh kynnti þar aukaaðild sem er í boði er fyrir nemendur í hjúkrunarfræði.

  • 24. janúar 2014

    Ályktun frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu

    Þann 14. janúar s.l. sendu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) frá sér ályktun varðandi þann vanda sem blasir við í rekstri hjúkrunarheimila

  • 15. janúar 2014

    Viðburðir í yfirliti yfir tilkynningar og fundi á www.hjukrun.is

    www.hjukrun auglýsir eftir upplýsingum um atburði, fundi eða þess háttar sem viðkemur hjúkrun eða hjúkrunarfræðingum á vegum fag- eða svæðisdeilda eða annarra aðila. Viðburðirnir verða eins og fyrr skráðir í yfirlit www.hjukrun.is, sem sent er öllum þeim er skráð hafa netfang sitt á póstlista félagsins. Vinsamlega sendið upplýsingar á webmaster@hjukrun.is

  • 14. janúar 2014

    Símatími sviðstjóra kjara- og réttindasviðs fellur niður.

    Símatími sviðstjóra kjara- og réttindasviðs fellur niður vegna vinnu við kjarasamningagerð.

  • 14. janúar 2014

    Nýr doktor í hjúkrunarfræði

    Fimmtudaginn 10. október sl. fjölgaði um einn doktor í hjúkrunarstétt en þá varði Hrund Scheving Thorsteinsson doktorsritgerð sína „Hjúkrunarfræðingar og gagnreyndir starfshættir: Virkni og spáþættir.“ Í rannsókninni er lýst hversu vel íslenskir hjúkrunarfræðingar eru í stakk búnir til að veita hjúkrun sem byggist á gagnreyndri þekkingu

  • 08. janúar 2014

    Núvitund - námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga

    Nýtt námskeið hefst 30. janúar 2014. Kennt er einu sinni í viku í 8 vikur. Umsóknarfrestur er til 27. janúar.

  • 06. janúar 2014

    Wow air gjafabréfin komin!

    Gjafabréf í flug frá flugfélaginu Wow eru komin í sölu á orlofsvefnum.

  • 02. janúar 2014

    Gjafabréf Icelandair 2014 komin á vefinn

    Gjafabréf Icelandair voru að koma og eru í boði fyrir félagsmenn á vefnum. Í boði eru 2 gjafabréf á félagsmann en þau eru niðurgreidd af orlofssjóði Fíh.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála