Fréttir
26. mars 2014
Framlenging og breyting á kjarasamningi við Reykjavíkurborg undirritaður
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur undirritað samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi sínum við Reykjavíkurborg.
25. mars 2014
Framlenging og breyting á núverandi kjarasamningi Fíh við ríkissjóð undirritaður
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur undirritað samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi sínum við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.
21. mars 2014
Samninganefnd Fíh vinnur að endurnýjun kjarasamninga
Kjarasamningar Fíh runnu út þann 31. janúar síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur samninganefnd félagsins setið fundi með viðsemjendum sínum.
14. mars 2014
Framúrskarandi stjórnandi
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri bráðasviðs á Landspítala, hlaut stjórnunarverðlaun Stjórnvísis 12. mars sl. Stjórnunarverðlaunin eru veitt árlega stjórnendum sem þykja hafa skarað framúr á sínu sviði.
12. mars 2014
Orlofsvefurinn opnaði í dag
Nú eru félagsmenn búnir að bóka vikuna sína á vefnum, flestir glaðir og ánægðir. Að gefnu tilefni skal þó bent á að þeir leigukostir sem orlofssjóður leigir frá öðrum eru oft ekki samfelldar vikur yfir sumartímann því eigendur nota oft eina og eina viku til einkaafnota
11. mars 2014
Styrkur úr B-hluta Vísindasjóðs
Stjórn Vísindasjóðs minnir á að frestur til að sækja um styrk í B-hluta Vísindasjóðs rennur út á miðnætti laugardaginn 15. mars n.k.
06. mars 2014
Íbúðin að Kjarnagötu Akureyri laus um helgina
Frá og með deginum í dag er íbúðin að Kjarnagötu, Akureyri laus til 12. mars nk. Fyrstur kemur, fyrstur fær!!!
05. mars 2014
Starfsmenntunarsjóður einfaldar ferlið
Stjórn starfsmenntunarsjóðs hefur ákveðið að starfsmaður sjóðsins geti greitt út þá styrki sem sjóðsstjórn hefur vanalega samþykkt. Bíðtími eftir greiðslu styttist því verulega í mörgum tilfellum.
04. mars 2014
Endurgreiðsla félagsgjalda umfram hámark
Í dag fengu 394 félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga endurgreiddan hluta félagsgjalda ársins 2013. Samkvæmt samþykktum um félagsgjöld á aðalfundi 2008 fá félagsmenn endurgreidd þau félagsgjöld sem þeir greiða umfram hámark...
04. mars 2014
Orlofsvefurinn 2014
Sumarúthlutun á orlofsvefnum hefst miðvikudaginn 12. mars kl. 9:00. Eins og undanfarin ár er úthlutun á vikuleigu punktastýrð og er orlofsvefurinn stilltur þannig að einungis þeir sem eiga tilskilinn fjölda orlofspunkta komast inn á orlofstímabilið fyrir vikuleigu í júní, júlí og ágúst.
27. febrúar 2014
Ófullnægjandi mönnun hjúkrunarfræðinga eykur dánartíðni
Stór evrópsk rannsókn birt 26. febrúar 2014 í tímaritinu The Lancet sýnir fram á að ófullnægjandi mönnun hjúkrunarfræðinga hefur bein áhrif á dánartíðni sjúklinga eftir skurðaðgerðir.
27. febrúar 2014
ENS4care - spurningalistakönnun þar sem safnað er upplýsingum um besta verklag hjúkrunarfræðinga
The European federation of Nurses Associations (EFN) sem Fíh er aðili að hefur opnað spurningalistakönnunina ENS4Care. Markmiðið er að safna lykilupplýsingum um fyrirliggjandi dæmi um gott verklag við notkun upplýsinga- og samskiptatækni (UST ) við hjúkrun og félagsráðgjöf.
24. febrúar 2014
Yfirlýsing vegna Biggest loser þáttanna
Biggest loser þættirnir hafa sætt mikilli gagnrýni bæði erlendis og hérlendis fyrir öfgakenndar áherslur á þyngdartap, mikla fæðutakmörkun, æfingaálag og harkalega framkomu þjálfara í garð keppenda. Við teljum þessa nálgun ekki samræmast faglegum vinnubrögðum og sú framkoma sem þjálfarar sýna keppendum samræmist hvorki siðareglum né lögum um heilbrigðisstarfsmenn sem kveða skýrt á um að skjólstæðingum skuli sýnd virðing (Lög um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012).
20. febrúar 2014
Ályktun frá stjórn fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga
Stjórn fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga gagnrýnir harðlega fyrhugaðan niðurskurð hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Heilsugæsluhjúkrunarfræðingar hvetja stjórnvöld til að hætta við 100 milljóna króna niðurskurð hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Það ætti frekar að efla heilsugæsluna en að skera niður, svo hún geti sem best sinnt sínu heilsuverndarstarfi og staðið undir nafni að vera fyrsti viðkomustaður fólks sem leitar eftir þjónustu heilbrigðiskerfisins líkt og heilbrigðisráðherra hefur talað fyrir.
14. febrúar 2014
Formaður fundar með hjúkrunarfræðingum SFV
Þann 12. febrúar voru hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá stofnunum innan Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) boðaðir á fund með Ólafi G. Skúlasyni formanni Fíh og Cecilie B.H. Björgvinsdóttur sviðsstjóra kjara –og réttindamála Fíh. Á fundinum, sem var afar vel sóttur, var kynnt fyrir félagsmönnum sú staða sem uppi er í kjaramálum þeirra. Annars vegar vegna jafnlaunaátaksins sem átti sér stað á árinu 2013 hjá hjúkrunarfræðingum í starfi hjá ríkinu og hins vegar staðan í kjaraviðræðum Fíh við SFV. Farið var yfir helstu áhersluatriði Fíh við gerð kjarasamningsins og gang mála.
14. febrúar 2014
Fréttatilkynning: Sjúklingar í fyrsta sæti
Traust og virðing eru frumskilyrði fyrir framþróun heilbrigðisþjónustu. Á grundvelli sameiginlegra meginþátta setur rammasamkomulagið sjúklinga í fyrsta sætið, styður siðfræði í rannsóknum og nýsköpun, tryggir sjálfstæði og siðferðilegt framferði og eflir gagnsæi og ábyrgð. Samkomulagið leggur áherslu á bestu starfsvenjur ólíkra hópa sem vinna saman að bættri þjónustu við sjúklinga.
13. febrúar 2014
Styrkir vegna A-hluta vísindasjóðs
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga greiddi í dag út styrki vegna A-hluta vísindasjóðs. Að þessu sinni fengu 2.836 félagsmenn greiddan styrk og nam heildargreiðslan um 147 milljónum króna.
07. febrúar 2014
Karlar í hjúkrun
Fíh vinnur nú að gerð jafnréttisstefnu félagsins. Eitt af verkefnum félagsins er að fjölga karlmönnum í hjúkrun. Formaður félagsins boðaði nokkra karlkyns hjúkrunarfræðinga á sinn fund til að ræða hvað það er sem gerir það að verkum að karlmenn leita ekki í hjúkrun.
06. febrúar 2014
Skrifstofan lokuð mánudaginn 10. febrúar frá kl.14:00
Vegna skipulagsmála verður skrifstofa Fíh lokuð frá kl. 14:00 mánudaginn 10. febrúar nk.
05. febrúar 2014
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vinnur mál fyrir félagsdómi gegn íslenska ríkinu
Þann 3. Febrúar s.l. dæmdi Félagsdómur Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) í vil, fyrir hönd hjúkrunarfræðings á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, gegn íslenska ríkinu vegna Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu). Dómkröfur stefnanda (Fíh) voru þær að viðurkennt yrði fyrir dómi að stefndi (HSu) hefði brotið gegn gr. 3.4.3 í kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, með því að hafa ekki greitt hjúkrunarfræðingi hjá stefnda fæðispeninga þegar hún var á vakt en matstofa vinnustaðar var ekki opin, frá og með 1. mars 2012.