Síðustu áratugi hefur fjöldi kannana um stöðu mönnunar í hjúkrun sýnt að stöðugurskortur er á hjúkrunarfræðingum á Íslandi. Samkvæmt greiningu á vinnumarkaði hjúkrunarfræðinga eru einungis 69% þeirra félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og eru um þúsund hjúkrunarfræðingar að starfa við annað en hjúkrun. Mikill meirihluti hjúkrunarfræðinga (98%) eru konur og starfa um 94% þeirra á opinberum vinnumarkaði. Um 13% hjúkrunarfræðinga geta hafið töku lífeyris á næstu árum.
Niðurstaða könnunar á mönnun í hjúkrun á heilbrigðisstofnunum á Íslandi sýnir að 225 stöðugildi hjúkrunarfræðinga, eða 290 hjúkrunarfræðingar, vantar nú til starfa til að manna fjármögnuð stöðugildi hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum. Meðalstarfshlutfall hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum er 71%. Ef tekið er mið af áætlaðri þörf á hjúkrunarfræðingum samkvæmt mati framkvæmdastjóra hjúkrunar og hjúkrunarforstjóra vantar allt að 405 stöðugildi, eða 523 hjúkrunarfræðinga til starfa. Ár hvert hefja að meðaltali 146 nemendur nám í hjúkrunarfræði og útskrifast að meðaltali 120 þeirra fjórum árum síðar. Brottfall nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga úr starfi er að meðaltali 15% á árunum 201216. Að meðaltali hefja því 102 hjúkrunarfræðingar í 72 stöðugildum störf eftir útskrift ár hvert sé tekið mið af meðalstarfshlutfalli. Spá um mönnun í hjúkrun á árunum 201721 sýnir að áfram mun vanta um 420 hjúkrunarfræðinga til starfa á næstu árum þar sem nýliðun í hjúkrun mun rétt halda í við þann fjölda sem hefur töku lífeyris á næstu árum. Um varfærna spá er að ræða sem tekur ekki tillit til mögulegrar fjölgunar á hjúkrunarrýmum eða öðrum breytingum sem aukið geta þörf fyrir hjúkrunarfræðinga.
Algengustu byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga eru 359 þúsund krónur fyrir fulltstarf. Meðaltalsdagvinnulaun hjúkrunarfræðinga eru 526 þúsund krónur fyrir fullt starf. Launamunur á hjúkrunarfræðingum og öðrum stéttum með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi hjá hinu opinbera er um 20%. Þegar dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga og lækna eru borin saman er launamunurinn um 98%.
Ljóst er að fjölda hjúkrunarfræðinga vantar tilstarfa á heilbrigðisstofnunum á Íslandi. Til að tryggja næga mönnun í hjúkrun og þar með öryggi sjúklinga og að draga úr dánarlíkum þeirra er nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða hjá hinu opinbera og öðrum heilbrigðisstofnunum. Samkvæmt mannfjöldaspá mun íbúum 60 ára og eldri fjölga umtalsvert á komandi árum og eykur það enn frekar eftirspurn eftir heilbrigðisstarfsfólki.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leggur því til að brugðist verði við skorti á hjúkrunarfræðingum með því að veita meira fé til menntunar hjúkrunarfræðinga og hækka laun þeirra tilsamræmis við aðra opinbera starfmenn. Þá þarf að leita leiða til að draga úr vinnuálagi og bæta starfsumhverfi til þess að sporna gegn skertu starfshlutfalli hjúkrunarfræðinga sem má rekja til starfsumhverfis, vinnufyrirkomulags, vinnutíma og álags í starfi.
Skýrslan í heild sinni: Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa! Vinnumarkaður hjúkrunarfræðinga