Fréttir
24. mars 2023
Tímarit hjúkrunarfræðinga komið út
Fyrsta tölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga 2023 er komið út og hefur verið dreift til félagsmanna.
23. mars 2023
Frestun niðurfellingar orlofs
Gengið hefur verið frá samkomulagi um framlengingu á heimild til frestunar á niðurfellingu orlofsdaga um eitt ár eða til 30. apríl 2024. Þetta þýðir að hjúkrunarfræðingar hafa nú lengri tíma til að taka út eldra orlof. Eftir sem áður eru hjúkrunarfræðingar hvattir til að taka orlof sér til hvíldar en safni því ekki upp.
16. mars 2023
Styrkupphæð starfsmenntunarsjóðs hækkar
Helstu breytingar eru að styrkupphæðin hefur verið hækkuð úr 240.000 kr. í 350.000 kr. á 24 mánaða tímabili. Þá hækkar hálfur styrkur, sem þeir sem greiða minna en 800 krónur á mánuði í sjóðinn, úr 120.000 kr. í 175.000 kr.
08. mars 2023
Sanngirni
Íslenska þjóðin hefur náð ótrúlegum árangri á sviði jafnréttismála á síðustu áratugum, ég tek þó undir orð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, á fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í gær um að við séum svo sannarlega ekki búin að ná fullu jafnrétti. Við sjáum það hvað best í núverandi kjaraviðræðum fyrir stétt sem er enn að langmestu leyti samansett af konum, stétt sem mætir enn því viðmóti að þeirra störf séu ekki jafn verðmæt og önnur þar sem kynjahallinn er á hinn veginn.
08. mars 2023
Orlofsvefur opnar fyrir allar bókanir 1. apríl
Forgangsopnun orlofsvefs fyrir sumarið 2023 hefst mánudaginn 20. mars. Alls eru í boði nítján orlofshúsnæði í boði í forgangsopnuninni, sextán á Íslandi, tvö á Spáni og eitt í Danmörku. Þar af eru fjögur húsnæði sem bjóða upp á að vera með gæludýr. Alls eru í boði 280 vikur í útleigu frá maí til septemberloka. Opnun fyrir bókanir á orlofstímabilinu er háð punktainneign sjóðfélaga og hvort sjóðfélagi hafi leigt orlofshúsnæði síðustu tvö sumur.
07. mars 2023
Margar sameiginlegar áskoranir á Norðurlöndum
Norðurlöndin glíma við sameiginlegan vanda, í nyrstu byggðum er mikill skortur á hjúkrunarfræðingum sem hefur áhrif á búsetumynstur og tækifæri til að stofna fyrirtæki í dreifbýli. Þetta kom fram í máli Lill Sverresdatter Larsen, formanns Félags norskra hjúkrunarfræðinga á fundi SSN, Samvinna hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum, sem fram fór í Tromsö í Noregi í síðustu viku.
06. mars 2023
Rapportið - Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir
Gestur Rapportsins að þessu sinni er hjúkrunarfræðingurinn Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir. Elísabet er nýflutt heim frá Kanada þar sem hún var í framhaldsnámi í stefnumótun.
02. mars 2023
Fundarferð lokið eftir góða fundi á Norðurlandi
Fundarferðinni Ræðum komandi kjarasamninga lauk miðvikudaginn 1. mars með þremur fundum á Norðurlandi þar sem fulltrúar kjarasviðs Fíh hittu hjúkrunarfræðinga á Siglufirði, Sauðárkróki og Blönduósi.
01. mars 2023
Skattframtal 2023
Skatturinn hefur opnað fyrir skil á skattframtali fyrir einstaklinga árið 2023 og því minnum við þá hjúkrunarfræðinga sem fengu styrk á árinu 2022 að huga að því að færa kostnað til frádráttar á móti styrkgreiðslum. Frádrátturinn getur aldrei orðið hærri en móttekin greiðsla. Í þeim tilfellum þar sem styrkir eru ekki skattskyldir þarf að færa kostnað til frádráttar á móti styrk á skattframtali.
01. mars 2023
Styrkir úr A-hluta vísindasjóðs greiddir út
Heildarfjárhæð styrkja úr A-hluta vísindasjóðs í ár nam 168 milljónum kr. og var styrkur greiddur til 3.522 hjúkrunarfræðinga. Meðalstyrkur ársins nemur 48 þúsund kr. en hann var 46 þúsund kr. í fyrra.
22. febrúar 2023
Ert þú í félaginu?
Með fullri aðild að félaginu geta félagsmenn kosið um kjarasamning, kosið í embætti á aðalfundi félagsins og sótt um í B-hluta vísindasjóðs. Félagsmenn fá ekki fulla aðild sjálfkrafa, í dag eru rúmlega 250 hjúkrunarfræðingar ekki með fulla aðild að félaginu. Til þess að fá fulla aðild þarf að sækja um aðild hér:
16. febrúar 2023
Rapportið - Andrea Ýr Jónsdóttir
Gestur Rapportsins að þessu sinni er Andrea Ýr Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri Heilsulausna. Andrea Ýr starfaði á bráðamóttökunni í Fossvogi og síðar á Akranesi áður en hún fór alfarið að sinna fyrirtækinu.
16. febrúar 2023
Góður fundur með hjúkrunarfræðingum á Selfossi
Góðar og gagnlegar umræður voru á fundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með hjúkrunarfræðingum á Selfossi miðvikudaginn 15. febrúar. Hátt í 30 hjúkrunarfræðingar mættu á fundinn á Hótel Selfossi til að ræða komandi kjarasamninga.
14. febrúar 2023
Innilegar samúðarkveðjur til Tyrklands
Evrópusamtök hjúkrunarfélaga, EFN, hefur sent bréf til Félags tyrkneskra hjúkrunarfræðinga þar sem vottuð er samúð vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga á aðild að EFN. Bréfið er til Çiğdem Özdemir, formanns Félags tyrkneskra hjúkrunarfræðinga, frá Elizabeth Adams, forseta EFN, og Paul De Raeve, aðalritara.
14. febrúar 2023
Greitt úr A-hluta vísindasjóðs í febrúar
Greitt verður úr A-hluta vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir lok febrúarmánaðar en honum er ætlað að styrkja endur- og símenntun sjóðsfélaga. Ekki þarf að sækja um úthlutun úr sjóðnum heldur er styrkurinn veittur þeim sjóðfélögum sem vinnuveitandi hefur greitt inn í sjóðinn.
14. febrúar 2023
Forgangsopnun orlofsíbúða í þéttbýli fyrir júní
Þann 15. hvers mánaðar er forgangsopnun fyrir þá sem eiga lögheimili utan þess sveitarfélags sem við á.
14. febrúar 2023
Tillögur til lagabreytinga og önnur mál
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldinn föstudaginn 12. maí í Norðurljósasal Hörpu. Fundurinn hefst kl. 13:00.
13. febrúar 2023
Fundur á Ísafirði verður á Teams
Fundur Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Fíh, og kjara- og réttindasviðs Fíh með hjúkrunarfræðingum verður haldinn á Teams, ekki í fundarsal HVEST eins og áður var auglýst. Flugi til Ísafjarðar var aflýst í morgun vegna veðurs og þar sem samningaviðræður eru að hefjast þá er ekki hægt að fresta því að ræða komandi samninga við hjúkrunarfræðinga um allt land.
10. febrúar 2023
Sest að samningaborðinu
Í vikunni var fyrsti fundur samninganefndar Fíh við samninganefnd ríkisins og var það fínn fyrsti fundur. Við lögðum fram okkar kröfugerð og hlustuðum jafnframt á hugmyndir ríkisins.
09. febrúar 2023
Ný gjafabréf Icelandair væntanleg
Gjafabréf Icelandair að verðmæti 30.000 kr. verða aftur í boði á orlofsvef félagsins miðvikudaginn 1.mars næstkomandi.