Fréttir
07. febrúar 2023
Gagnlegar umræður í Neskaupsstað og á Egilsstöðum
Gagnlegar og hreinskiptnar umræður voru á fundum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með hjúkrunarfræðingum í Neskaupsstað og á Egilsstöðum mánudaginn 6. febrúar. Rúmlega 30 hjúkrunarfræðingar mættu á fundina til að ræða um komandi kjarasamninga.
01. febrúar 2023
Góðir fundir í Vestmannaeyjum og á Höfn
Góðar og gagnlegar umræður voru á fundum Félags íslenskra hjúkrunarfæðinga með hjúkrunarfræðingum í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 31. janúar og á Höfn miðvikudaginn 1. febrúar. Því miður þurfti að fresta fundi á Selfossi vegna veðurs, önnur dagsetning verður auglýst fljótlega.
01. febrúar 2023
Staða sviðsstjóra fagsviðs laust til umsóknar
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leitar að öflugum og framsýnum hjúkrunarfræðingi sem brennur fyrir málefnum hjúkrunar, til að leiða starf fagsviðs félagsins. Tilgangur fagsviðs er að efla fagmennsku og styðja við þekkingarþróun í hjúkrun, með fræðslu og símenntun, ráðstefnuhaldi, erlendu samstarfi, ráðgjöf og rannsóknum á sviði hjúkrunar- og heilbrigðismála. Sviðsstjóri fagsviðs vinnur í nánu samstarfi við formann og annað starfsfólk.
01. febrúar 2023
Umsóknir í B-hluta Vísindasjóðs
Stjórn Vísindasjóðs auglýsir eftir umsóknum úr B-hluta sjóðsins. Umsóknir skulu berast rafrænt á þar til gerðu eyðublaði ásamt fylgiskjölum á netfangið visindasjodur@hjukrun.is fyrir miðnætti 15. mars næstkomandi.
31. janúar 2023
Rapportið - Eysteinn Orri Gunnarsson
Gestur Rapportsins að þessu sinni er Eysteinn Orri Gunnarsson, prestur á Landspítalanum. Eysteinn Orri hefur starfað á spítalanum í tæpan áratug og hefur einstaka sýn á starfsemina.
29. janúar 2023
Fundi á Selfossi frestað
Fyrirhuguðum fundi með hjúkrunarfræðingum á Selfossi mánudaginn 30. janúar hefur verið frestað vegna veðurs. Appelsínugul viðvörun verður í gildi á Suðurlandi mánudaginn 30. janúar.
26. janúar 2023
Helstu fyrirlesarar ráðstefnu ICN kynntir
Linda Silas, formaður Félags kanadískra hjúkrunarfræðinga, Patricia M. Davidson, prófessor við Háskólann í Wollongong í Ástralíu, og Mickey Chopra, forstöðumaður hjá Alþjóðabankanum, eru meðal fyrirlesara á ráðstefnu Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN), fer fram í Montreal í Kanada dagana 1. - 5. júlí 2023, yfirskriftin er Nurses together: A force for global health.
26. janúar 2023
Góður fundur með hjúkrunarfræðingum á Akranesi
Fróðlegar og uppbyggilegar umræður voru á fundi Félags íslenskra hjúkrunarfæðinga með hjúkrunarfræðingum á Akranesi mánudaginn 23. janúar. Fundurinn er einn af mörgum í fundarferðinni Ræðum komandi kjarasamninga þar sem farið verður um landið til að ræða og heyra sjónarmið hjúkrunarfræðinga um væntanlega kjarasamninga við hið opinbera en gerðardómur við ríkið rennur út í lok mars.
26. janúar 2023
Auglýsing um framboð til stjórnar, nefnda og sjóða Fíh
Kjörnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) auglýsir eftir framboðum í stjórn félagsins fyrir kjörtímabilið 2023-2025. Óskað er eftir þremur stjórnarmönnum og einum varamanni.
18. janúar 2023
Góður fundur við kertaljós á Hótel Keflavík
Góðar og gagnlegar umræður voru á fundi Félags íslenskra hjúkrunarfæðinga með hjúkrunarfræðingum á Hótel Keflavík mánudaginn 16. janúar. Fundurinn var sá fyrsti í fundarferðinni Ræðum komandi kjarasamninga þar sem farið verður um landið til að ræða og heyra sjónarmið hjúkrunarfræðinga um væntanlega kjarasamninga við hið opinbera en gerðardómur við ríkið rennur út í lok mars.
16. janúar 2023
Verkefni á nýju ári
Þetta ár byrjar með tilþrifum eins og þið hafið vafalaust tekið eftir. Síðastliðnu ári lauk á uppbyggilegum skilaboðum, snemma í áramótaávarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þar sagði hún umbúðalaust að þrátt fyrir ágæta stöðu á heimsvísu þá væri staðreyndin sú að hér á landi væru konum enn borgað minna en körlum. „Þessu eigum við að breyta þannig að fullt jafnrétti kynjanna verði ekki bara draumur heldur veruleiki,“ sagði Katrín. Þetta eru mjög jákvæð skilaboð til hjúkrunarfræðinga sem samkvæmt síðasta gerðardómi bera öll þess merki að vera vanmetin kvennastétt.
12. janúar 2023
Stofna þverfagleg samtök heilbrigðisstarfsfólks sem vinnur með gigtarfólki
Stofnuð verða þverfagleg samtök heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi sem vinnur með gigtarfólki
05. janúar 2023
Ræðum komandi kjarasamninga
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, mun ásamt fulltrúum kjara- og réttindasviðs hitta hjúkrunarfræðinga hringinn í kringum landið á opnum fundum sem haldnir verða á næstu vikum. Á fundunum verður tekin umræða um væntanlega kjarasamninga við hið opinbera en gerðardómur við ríkið rennur út í lok mars.
30. desember 2022
Umsóknarfrestir framlengdir til 4. janúar
Bilun kom upp á vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og var því ekki hægt að skrá sig inn á Mínar síður.
30. desember 2022
Hver veiði hefur sinn sjarma
Hjúkrunarfræðingurinn Alma Rún stundar bæði skot- og stangveiðar.
28. desember 2022
Óskað eftir hjúkrunarfræðingum á aukavaktalista
Heilbrigðisráðuneytið óskar eftir hjúkrunarfræðingum sem hafa tök á því að skrá sig á aukavaktalista Landspítala, er þessi beiðni tilkomin vegna mikils fjölda sjúklinga sem sótt hefur bráðaþjónustu á Landspítala um hátíðarnar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV 27. desember.
22. desember 2022
Ólafur, Guðný og Vigdís í framkvæmdastjórn Landspítala
Ólafur G. Skúlason, hjúkrunarfræðingur, hefur verið valinn sem framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala frá áramótum. Ólafur tekur við af Sigríði Gunnarsdóttur sem er nú forstöðumaður hjá Krabbameinsfélaginu.
20. desember 2022
Gleðilega hátíð
Jólapistill Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Fíh.
20. desember 2022
Heilsustyrkir greiddir út
Búið er að greiða styrkumsóknir fyrir heilsustyrk í desember.
19. desember 2022
Opnunartími skrifstofu Fíh
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar hjúkrunarfræðingum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar.