Fréttir
01. nóvember 2022
Dagbók 2023 komin úr prentun
Dagbók Fíh 2023 er komin úr prentun. Búið er að póstleggja dagbókina og er nú verið að dreifa dagbókinni til þeirra sem fengu dagbók í fyrra og þeirra sem skráðu sig fyrir dagbók.
28. október 2022
Vaktin mín: Morgunvakt á meðferðardeild geðrofssjúkdóma
Katrín Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur á meðferðargeðdeild geðrofssjúkdóma, 33A
27. október 2022
Vel heppnað Hjúkrunarþing
Hjúkrunarþing Fíh 2022 var haldið á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 25. október 2022. Rúmlega sjötíu hjúkrunarfræðingar af öllu landinu tóku þátt í alls sjö vinnuhópum yfir daginn. Unnið var að aðgerðaráætlun til næstu þriggja ára sem byggir á stefnu Fíh í hjúkrunar- og heilbrigðismálum. Guðríður Sigurðardóttir, ráðgjafi og eigandi Attentus, var Fíh innan handar á ráðstefnunni og verður áfram við úrvinnsluna.
26. október 2022
Doktorsvörn - Hulda Sædís Bryngeirsdóttir
Föstudaginn 4. nóvember 2022 mun Hulda Sædís Bryngeirsdóttir verja doktorsritgerð sína í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri. Doktorsritgerðin ber heitið Leiðir kvenna til að eflast og vaxa eftir að hafa verið beittar ofbeldi í nánu sambandi: Með áherslu á hvetjandi og letjandi áhrifaþætti (e. Female Survivors’ Post-Traumatic Growth Journey Following Intimate Partner Violence: Emphasizing Facilitating Factors and Main Obstacles).
26. október 2022
Rapportið - Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, prófessor í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, er gestur Rapportsins að þessu sinni. Hún hefur gert margar rannsóknir sem snúa að íslenska heilbrigðiskerfinu, 2020 og 2021 voru birtar tvær rannsóknir eftir hana sem snúa að glæpavæðingu mannlegra mistaka í heilbrigðiskerfinu.
24. október 2022
Gleðilegan kvennafrídag
Það er að verða liðin hálf öld frá því að nærri allar konur á Íslandi gengu út af vinnustöðum og heimilum til að mótmæla misrétti á öllum sviðum samfélagsins. Það hefur margt áunnist síðan þá en einhverra hluta vegna búum við enn við kerfi þar sem hjúkrunarfræðingar eru settir skör lægra í launastigann en aðrar stéttir sérfræðinga.
24. október 2022
Doktorsvörn í hjúkrunarfræði - Rakel Björg Jónsdóttir
Föstudaginn 28. október ver Rakel Björg Jónsdóttir doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Brjóstagjöf síðfyrirbura. Upphaf, tíðni og tengdir þættir hjá einburum og tvíburum.
21. október 2022
Brautskráning úr HFFH
Brautskráning úr Hjúkrunarfræði fyrir fólk með annað háskólapróf (HFFH) fór fram í Háskóla Íslands föstudaginn 21. október 2022.
18. október 2022
Upptaka af námskeiðinu Meðvirkni á vinnustað og heilbrigð mörk
Upptaka af námskeiðinu Meðvirkni á vinnustað og heilbrigð mörk er nú aðgengileg öllum félagsmönnum inni á Mínum síðum, minar.hjukrun.is, til 16. desember næstkomandi.
11. október 2022
Nýtt meistaranám í geðhjúkrun
Viltu bæta geðheilsu landsmanna og verða virkur þátttakandi í þróun geðheilbrigðisþjónustu til framtíðar? Á heimasíðu Háskóla Íslands tekur þessi setning á móti þeim sem vilja kynna sér þetta nýja meistaranám sem er vistað hjá Hjúkrunarfræðideild HÍ.
10. október 2022
Liðsauki óskast á kjara- og réttindasvið
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leitar starfsmanni á kjara- og réttindasvið félagsins. Viðkomandi þarf að vera talnaglöggur og hafa ríka þjónustulund, ásamt því að hafa góða þekkingu á íslenskum vinnumarkaði, kjara- og réttindamálum og kjarabaráttu.
06. október 2022
Dagbók í vinnslu
Vinnsla er hafin á Dagbók Fíh fyrir árið 2023.
05. október 2022
Rapportið - Kjararáðstefna 2022
Rapportið ræddi við nokkra þátttakendur Kjararáðstefnu Fíh sem fór fram á Hótel Selfossi dagana 3. og 4. október 2022.
27. september 2022
Kjararáðstefna 2022
Kjararáðstefna Fíh verður haldin dagana 3. og 4. október 2022 á Hótel Selfossi.
26. september 2022
Málþing: Umhyggja, samkennd og sjálfsrækt
Málþing Fagdeildar um samþætta hjúkrun verður haldið föstudaginn 14. október á Nauthól í Reykjavík milli kl. 12 og 16.
21. september 2022
Stöndum saman
Haustið er gengið í garð og flestir hjúkrunarfræðingar aftur komnir á kaf í vinnu eftir sumarleyfi. Því miður fengu ekki allir að njóta frísins í friði án þess að vera kallaðir til vinnu. Það sem verra er að ekki náðu allir að njóta þess að vera í fríi sem skyldi, þeir vissu að álagið myndi aukast á þá sem voru eftir og stóðu vaktina og fannst það erfitt. Svona á þetta ekki að vera.
16. september 2022
Rapportið - ENDA
Ráðstefna ENDA European Nurse Directors Association er haldin á Selfossi dagana 14.-17. september 2022. Rapportið ræddi þar við Jacqueline Filkins, stofnanda ENDA, og Gretu Westwood, framkvæmdastjóra Florence Nightingale stofnunarinnar, ásamt fleirum.
13. september 2022
Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis - Lyf án skaða
12. september 2022
Fræðslufundir RHLÖ um öldrunarmál á haustmisseri 2022
Fundirnir eru haldnir í kennslusal á 7. hæð á Landakoti kl. 15:00-15:30 og eru auk þess í streymi.
12. september 2022
Rapportið – Helga Bragadóttir
Helga Bragadóttir er gestur Rapportsins að þessu sinni. Helga er hjúkrunarfræðingur, PhD, FAAN, prófessor, forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrunarstjórnun og ný tekin við sem deildarforseti Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar Háskóla Íslands.