Fréttir
16. mars 2020
Þjónusta Fíh á tímum COVID-19
Á meðan neyðarstig varir vegna útbreiðslu COVID-19 vill Fíh beina þeim tilmælum til félagsmanna að nýta sér rafræna þjónustuþætti félagsins, hringja í síma 540 6400 eða senda tölvupóst á hjukrun@hjukrun.is
12. mars 2020
Staða samningaviðræðna við ríkið 12. mars
Samninganefnd Fíh og Samninganefnd ríkisins áttu samningafund í morgun. Fundurinn var annar fundur samningsaðila eftir að Fíh vísaði deilunni til ríkissáttasemjara í lok febrúar. Á fundinum var launaliður nýs kjarasamnings ræddur.
11. mars 2020
Tímarit hjúkrunarfræðinga komið út
Fyrsta tölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga 2020 er komið út og hefur verið dreift til félagsmanna.
09. mars 2020
COVID-19: Fundum og námskeiðum á vegum Fíh aflýst
Öllum fyrirhuguðum fundum og námskeiðum í fundarsölum Fíh hefur verið aflýst. Ákvörðunin er liður í viðbragðsáætlun félagsins vegna COVID-19.
06. mars 2020
Fíh fylgir fyrirmælum sóttvarnalæknis vegna kórónaveirunnar
Af gefnu tilefni vill Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga beina því til félagsmanna að félagið fylgi fyrirmælum sóttvarnarlæknis varðandi mannamót og fleira vegna kórónaveirunnar.
06. mars 2020
Samkomulag um vinnutíma
Samkomulag náðist nú í vikunni í kjarasamningsviðræðum Fíh við viðsemjendur um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar í vaktavinnu. Þetta er áfangi í átt að því að ljúka gerð kjarasamnings, en áður hafði samkomulag náðst um styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu.
05. mars 2020
Íslensk stjórnvöld bera ábyrgð á almannaþjónustu
Í tilefni af sameiginlegu minnisblaði landlæknis, sóttvarnarlæknis og ríkislögreglustjóra um yfirstandandi og yfirvofandi verkföll á vinnumarkaði, dagsett 4. mars 2020, vill Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) koma eftirfarandi á framfæri; Ábyrgð á almannaþjónustu á Íslandi, hvort heldur er öryggis- og löggæsla, heilbrigðisþjónusta eða önnur velferðarþjónusta liggur hjá íslenskum stjórnvöldum, ekki hjá stéttarfélögum.
03. mars 2020
Orlofsblaðið 2020
Orlofsblaðið 2020 er komið út, og sem fyrr aðeins aðgengilegt í rafrænu formi.
03. mars 2020
Réttindi hjúkrunarfræðinga sem þurfa að fara í sóttkví vegna COVID-19 veirunnar
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) vill vekja athygli á réttindum starfsmanna sem settir eru í sóttkví eða sem gert er að læknisráði að halda sig heima við og umgangast ekki vinnufélaga eða annað fólk í umhverfi sínu vegna þess það sé annað af tvennu: Sýkt af völdum COVID-19 veirunnar eða séu hugsanlegir smitberar hennar.
02. mars 2020
Skattframtal 2020
Styrkir til náms, rannsókna og vísindastarfa eru skattskyldar tekjur, en á móti styrk er heimilt að færa til frádráttar beinan kostnað við nám, s.s. skólagjöld og námsbækur.
26. febrúar 2020
Samningafundur í kjaradeilu Fíh
Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefnd ríkisins (SNR) áttu fyrsta fund undir stjórn ríkissáttasemjara í dag. Á fundinum fóru báðir samningsaðilar yfir stöðu kjaraviðræðna út frá sínu sjónarhorni. Ljóst er að talsvert ber á milli þegar kemur að launalið nýs kjarasamnings.
25. febrúar 2020
Hægvirkni á Mínum síðum
Af tæknilegum orsökum gætir mikillar hægvirkni á Mínum síðum.
21. febrúar 2020
Kjaradeilu vísað til ríkissáttasemjara
Í kjölfar fundar samninganefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefndar ríkisins (SNR) hefur félagið ákveðið að vísa kjaradeilu félagsins við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs til ríkissáttasemjara.
14. febrúar 2020
Fréttir af kjarasamningum
Vaktavinnuhópur samsettur af fulltrúum ASÍ, BHM, BSRB, Fíh, Reykjarvíkurborg, ríki og sveitarfélögum hefur nú að mestu lokið sinni grunnvinnu.
12. febrúar 2020
Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum
Auglýst er eftir framboðum í Stjórn félagsins og ritnefnd Tímarits hjúkrunarfræðinga auk skoðunarmanna reikninga fyrir kjörtímabilið 2020-2021. Framboðsfrestur er 20. apríl 2020
11. febrúar 2020
Styrkir úr A-hluta vísindasjóðs greiddir út
Þann 12. febrúar voru greiddir styrkir úr Vísindasjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga til allra félagsmanna sem störfuðu hjá hinu opinbera á liðnu ári. Að þessu sinni voru greiddir styrkir til 3266 félagsmanna og nam heildarfjárhæð styrkja 253 milljónum króna.
10. febrúar 2020
Umsóknir í B-hluta Vísindasjóðs
Stjórn Vísindasjóðs auglýsir eftir umsóknum úr B-hluta sjóðsins. Umsóknarfrestur er til 15. mars 2020.
06. febrúar 2020
Átt þú orlof sem er að fyrnast?
Orlof skal taka fyrir lok orlofsársins - fyrir 30. apríl ár hvert.
03. febrúar 2020
Kynning fyrir 4. árs hjúkrunarnema frá HÍ
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hitti verðandi hjúkrunarfræðinga frá Háskóla Íslands sl. föstudag á Nauthóli.
31. janúar 2020
Ræða Guðbjargar Pálsdóttur á baráttufundi í Háskólabíói
Hér má lesa ræðu Guðbjargar á baráttufundi í Háskólabíói janúar 2020