Hjukrun.is-print-version

Fréttir

  • 16. mars 2020

    Þjónusta Fíh á tímum COVID-19

    Á meðan neyðarstig varir vegna útbreiðslu COVID-19 vill Fíh beina þeim tilmælum til félagsmanna að nýta sér rafræna þjónustuþætti félagsins, hringja í síma 540 6400 eða senda tölvupóst á hjukrun@hjukrun.is

  • 12. mars 2020

    Staða samningaviðræðna við ríkið 12. mars

    Samninganefnd Fíh og Samninganefnd ríkisins áttu samningafund í morgun. Fundurinn var annar fundur samningsaðila eftir að Fíh vísaði deilunni til ríkissáttasemjara í lok febrúar. Á fundinum var launaliður nýs kjarasamnings ræddur.

  • 11. mars 2020

    Tímarit hjúkrunarfræðinga komið út

    Fyrsta tölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga 2020 er komið út og hefur verið dreift til félagsmanna.

  • 09. mars 2020

    COVID-19: Fundum og námskeiðum á vegum Fíh aflýst

    Öllum fyrirhuguðum fundum og námskeiðum í fundarsölum Fíh hefur verið aflýst. Ákvörðunin er liður í viðbragðsáætlun félagsins vegna COVID-19.

  • 06. mars 2020

    Fíh fylgir fyrirmælum sóttvarnalæknis vegna kórónaveirunnar

    Af gefnu tilefni vill Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga beina því til félagsmanna að félagið fylgi fyrirmælum sóttvarnarlæknis varðandi mannamót og fleira vegna kórónaveirunnar.

  • 06. mars 2020

    Samkomulag um vinnutíma

    Samkomulag náðist nú í vikunni í kjarasamningsviðræðum Fíh við viðsemjendur um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar í vaktavinnu. Þetta er áfangi í átt að því að ljúka gerð kjarasamnings, en áður hafði samkomulag náðst um styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu.

  • 05. mars 2020

    Íslensk stjórnvöld bera ábyrgð á almannaþjónustu

    Í tilefni af sameiginlegu minnisblaði landlæknis, sóttvarnarlæknis og ríkislögreglustjóra um yfirstandandi og yfirvofandi verkföll á vinnumarkaði, dagsett 4. mars 2020, vill Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) koma eftirfarandi á framfæri; Ábyrgð á almannaþjónustu á Íslandi, hvort heldur er öryggis- og löggæsla, heilbrigðisþjónusta eða önnur velferðarþjónusta liggur hjá íslenskum stjórnvöldum, ekki hjá stéttarfélögum.

  • 03. mars 2020

    Orlofsblaðið 2020

    Orlofsblaðið 2020 er komið út, og sem fyrr aðeins aðgengilegt í rafrænu formi.

  • 03. mars 2020

    Réttindi hjúkrunarfræðinga sem þurfa að fara í sóttkví vegna COVID-19 veirunnar

    Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) vill vekja athygli á réttindum starfsmanna sem settir eru í sóttkví eða sem gert er að læknisráði að halda sig heima við og umgangast ekki vinnufélaga eða annað fólk í umhverfi sínu vegna þess það sé annað af tvennu: Sýkt af völdum COVID-19 veirunnar eða séu hugsanlegir smitberar hennar.

  • 02. mars 2020

    Skattframtal 2020

    Styrkir til náms, rannsókna og vísindastarfa eru skattskyldar tekjur, en á móti styrk er heimilt að færa til frádráttar beinan kostnað við nám, s.s. skólagjöld og námsbækur.

  • 26. febrúar 2020

    Samningafundur í kjaradeilu Fíh

    Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefnd ríkisins (SNR) áttu fyrsta fund undir stjórn ríkissáttasemjara í dag. Á fundinum fóru báðir samningsaðilar yfir stöðu kjaraviðræðna út frá sínu sjónarhorni. Ljóst er að talsvert ber á milli þegar kemur að launalið nýs kjarasamnings.

  • 25. febrúar 2020

    Hægvirkni á Mínum síðum

    Af tæknilegum orsökum gætir mikillar hægvirkni á Mínum síðum.

  • 21. febrúar 2020

    Kjaradeilu vísað til ríkissáttasemjara

    Í kjölfar fundar samninganefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefndar ríkisins (SNR) hefur félagið ákveðið að vísa kjaradeilu félagsins við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs til ríkissáttasemjara.

  • 14. febrúar 2020

    Fréttir af kjarasamningum

    Vaktavinnuhópur samsettur af fulltrúum ASÍ, BHM, BSRB, Fíh, Reykjarvíkurborg, ríki og sveitarfélögum hefur nú að mestu lokið sinni grunnvinnu.

  • 12. febrúar 2020

    Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum

    Auglýst er eftir framboðum í Stjórn félagsins og ritnefnd Tímarits hjúkrunarfræðinga auk skoðunarmanna reikninga fyrir kjörtímabilið 2020-2021. Framboðsfrestur er 20. apríl 2020

  • 11. febrúar 2020

    Styrkir úr A-hluta vísindasjóðs greiddir út

    Þann 12. febrúar voru greiddir styrkir úr Vísindasjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga til allra félagsmanna sem störfuðu hjá hinu opinbera á liðnu ári. Að þessu sinni voru greiddir styrkir til 3266 félagsmanna og nam heildarfjárhæð styrkja 253 milljónum króna.

  • 10. febrúar 2020

    Umsóknir í B-hluta Vísindasjóðs

    Stjórn Vísindasjóðs auglýsir eftir umsóknum úr B-hluta sjóðsins. Umsóknarfrestur er til 15. mars 2020.

  • 06. febrúar 2020

    Átt þú orlof sem er að fyrnast?

    Orlof skal taka fyrir lok orlofsársins - fyrir 30. apríl ár hvert.

  • 03. febrúar 2020

    Kynning fyrir 4. árs hjúkrunarnema frá HÍ

    Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hitti verðandi hjúkrunarfræðinga frá Háskóla Íslands sl. föstudag á Nauthóli.

  • 31. janúar 2020

    Ræða Guðbjargar Pálsdóttur á baráttufundi í Háskólabíói

    Hér má lesa ræðu Guðbjargar á baráttufundi í Háskólabíói janúar 2020

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála