Hjukrun.is-print-version

Fréttir

  • 27. október 2014

    Stuðningur við kjarabaráttu lækna

    Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir stuðningi við kjarabaráttu lækna og þær aðgerðir sem þeir standa í til að knýja fram bætt kjör og vinnuaðstæður. Fíh hvetur stjórnvöld til að ganga til samninga hið fyrsta.

  • 24. október 2014

    Fullbókað er á hjúkrunarþing Fíh

    Skráningu er lokið á hjúkrunarþing Fíh þar sem það er fullbókað

  • 24. október 2014

    Nýtt sáranámskeið haldið í janúar

    Námskeið um sár og sárameðferð verður haldið 15. og 16. janúar n.k. Opnað hefur verið fyrir skráningu.

  • 24. október 2014

    Herdís Gunnarsdóttir endurkjörin í stjórn EFN

    Herdís Gunnarsdóttir var í dag endurkjörin í stjórn Evrópusamtaka hjúkrunarfélaga (EFN)

  • 24. október 2014

    Ályktun aðalfundar hjúkrunarráðs um stöðu hjúkrunar á Landspítala

    Hjúkrunarráð hefur ítrekað bent á að álag á hjúkrunarfræðinga spítalans er viðvarandi of mikið og mönnun víða ekki í takt við fjölda sjúklinga og mælingar á hjúkrunarþyngd.

  • 24. október 2014

    Ályktun aðalfundar hjúkrunarráðs Landspítala um endurnýjun húsakosts

    Hjúkrunarráð ályktar enn og aftur um nauðsynlega endurnýjun húsakosts Landspítala. Núverandi húsnæði Landspítala er hvorki boðlegt sjúklingum né starfsfólki og hentar ekki nútíma heilbrigðisþjónustu.

  • 24. október 2014

    Ályktun stjórnar Öldungadeildar Fíh

    Þann 30. september síðastliðinn sendi stjórn Öldungadeildarinnar forsætisráðherra eftirfarandi ályktun:

  • 21. október 2014

    Doktorsvörn í hjúkrunarfræði

    Sigríður Zoëga ver doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði föstudaginn 7. nóvember kl. 13:00 í Hátíðasal Háskóla Íslands

  • 21. október 2014

    Dagbók 2015 og Tímarit hjúkrunarfræðinga

    Dagbókin 2015 kemur með Tímariti hjúkrunarfræðinga í dag og á morgun

  • 14. október 2014

    Ofbeldi er heilsuvandamál

    Nýtt tölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga fjallar að stórum hluta um afleiðingar ofbeldis á heilsu þolenda. Í því eru margar áhugaverðar greinar.

  • 07. október 2014

    Nýtt orlofshús í boði á Suðurlandi

    Frá næstu mánaðarmótum bætist nýtt orlofshús á suðurlandi í flórunna hjá hjúkrunarfræðingum, en það er Lækjarbrekka 14, Syðri Brú, Grímsnesi.

  • 06. október 2014

    Orlofsíbúðir Fíh í Reykjavík og á Akureyri

    Við minnum á ákvörðun orlofsnefndar varðandi tveggja vikna forgang fyrir félagsmenn sem búa fyrir utan það svæði sem orlofsíbúðir Fíh eru.

  • 06. október 2014

    Námskeiðið Við starfslok er fullbókað

    Lokað hefur verið fyrir skráningu á námskeiðið Við starfslok þar sem það er fullbókað. Samskonar námskeið verður haldið að ári.

  • 30. september 2014

    Fræðadagar heilsugæslunnar 2014

    Fræðadagar eru árlegur viðburður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og verða nú haldnir í sjötta sinn, að þessu sinni þann 6. og 7. nóvember á Grand Hóteli, Reykjavík.

  • 26. september 2014

    Lokastígur 1 er laus næstu helgi

    Vegna afbókunar er Lokastígur 1 laus helgina 3.-6. október.

  • 25. september 2014

    Skráning er hafin á Hjúkrunarþing 2014

    Er pláss fyrir tengdó heima hjá þér? Efling öldrunarhjúkrunar – þarfir næstu kynslóða er yfirskrift Hjúkrunarþings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem haldið verður föstudaginn 31. október 2014 kl. 9:00-16:00 á Hótel Natura, Reykjavík. Þingið er haldið í samstarfi fagsviðs og fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga.

  • 22. september 2014

    Tryggjum öfluga og örugga heilbrigðisþjónustu

    Eftirfarandi pistill formanns Fíh birtist í Fréttablaðinu 16. ágúst síðastliðinn, en á engu að síður erindi í dag. Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar að hausti er að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta starfsár. Það frumvarp vekur alltaf mikla athygli enda segir það til um hvernig ríkisstjórnin ætlar að útdeila fjármagni þjóðarinnar.

  • 20. september 2014

    Samningaviðræður hafnar á ný

    Samninganefnd Fíh og samninganefnd ríkisins (SNR) hefur nú átt tvo fundi vegna komandi kjarasamninga.

  • 19. september 2014

    Heilsa vaktavinnufólks er lakari en dagvinnufólks

    Vaktavinnufólk býr við óreglulegt svefnmynstur, andlega heilsukvilla og óhollara mataræði samkvæmt niðurstöðum lokaritgerðar Nönnu Ingibjargar Viðarsdóttur, sérfræðingi hja Embætti landlæknis.

  • 05. september 2014

    Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands

    Í dag tilkynnti heilbrigðisráðherra hverjir hlutu störf forstjóra heilbrigðisstofnana Norðurlands, Suðurlands og Vestfjarða. Starf forstjóra Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands hlaut Herdís Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, MSc., MBA.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála