Útgefið efni og gögn
19. 03.2016
6. fundur stjórnar Fíh 2015 – 2016
17. 03.2016
Umsögn um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga vill ítreka fyrri umsögn frá 10. nóvember 2014. Þar kemur fram að Fíh er mótfallið þeirri breytingu að færa sölu áfengis yfir í matvöruverslanir þar sem aukið aðgengi að áfengi mun leiða til aukinnar heildarneyslu.
11. 03.2016
Ályktun fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga varðandi hjúkrunarheimilin
Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga hvetur yfirmenn velferðarmála og hjúkrunarheimila landsins til að einbeita sér af fullum þunga að lausn rekstrarvanda hjúkrunarheimilanna svo tryggja megi örugga og faglega þjónustu til íbúa þeirra.
09. 03.2016
Yfirlýsing varðandi skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi
Hjúkrunarfræðingar í Innsýn, fagdeild hjúkrunarfræðinga starfandi við lungna- og meltingarfærarannsóknir fagna því að hefja skuli skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi.
18. 02.2016
Umsögn um sólarhringsmeðferð í öndunarvél á heimili sjúklings
Í ljósi reynslu síðastliðinna ára eða frá árinu 2007 þegar fyrsti MND sjúklingurinn á Íslandi fékk barkarennu hefur það sýnt sig að sú þjónusta sem þessir sjúklingar fá og sá stuðningur sem veittur er umönnunaraðilum MND sjúklinga er ómarkviss og tilviljanakenndur. Umönnunarþörf þessara einstaklinga er vanmetin og álag á aðstandendur ekki forsvaranlegt. Virðist þjónustan t.d. háð félagslegum aðstæðum og sveitarfélagi viðkomandi einstaklings.
27. 01.2016
5. fundur stjórnar Fíh 2015 – 2016
13. 01.2016
Umsögn um drög að frumvarpi til lyfjalaga
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) leggur áherslu á að í lyfjalögum verði hjúkrunarfræðingum veitt heimild til að ávísa lyfjum, svo hægt verði að halda áfram að þróa og bæta heilbrigðisþjónustuna hér á landi.
12. 11.2015
Umsögn um staðgöngumæðrun
Umsögn um frumvarp til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni, þingskjal 245 – 229. mál.
15. 10.2015
4. fundur stjórnar Fíh 2015 – 2016
19. 08.2015
Umsögn um geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlun
Umsögn um drög að þingsályktunartillögu um geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlun.
16. 08.2015
3. fundur stjórnar Fíh 2015 – 2016
18. 06.2015
2. fundur stjórnar Fíh 2015 – 2016
12. 06.2015
Umsögn um kjaramál tiltekinna stéttarfélaga innan BHM og Fíh
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga („Fíh“) gerir alvarlegar athugasemdir við efni frumvarpsins og leggst alfarið gegn því. Er einsýnt að frumvarpið mun ef að lögum verður brjóta í verulegu gegn samningsfrelsi og verkfallsrétti Fíh sem stéttarfélags og þar með m.a. hafa í för með sér stórfellt inngrip í réttindi Fíh og félagsmanna þess sem varin eru af stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu.
09. 06.2015
1. fundur stjórnar Fíh 2015 – 2016
01. 06.2015
Fundargerð aðalfundar Fíh 2015
Athugasemdir þurfa að berast fyrir 16. júní.
27. 05.2015
Umsögn um drög að lyfjastefnu til 2020
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir yfir ánægju með gerð lyfjastefnu sem byggist á þeim megin stoðum sem lýst er í lyfjastefnunni.
24. 05.2015
Vegið að samningsrétti opinberra starfsmanna
Miðað við yfirlýsingu háttvirts forsætisráðherra í sjónvarpsfréttum Stöðvar tvö í kvöld er ljóst að ekki verður samið við hjúkrunarfræðinga í bráð.
18. 05.2015
Umsögn um frumvarp til laga um sjúkratryggingar og lyfjalög
Umsögn um frumvarp til laga um sjúkratryggingar og lyfjalög (heilbrigðisþjónusta yfir landamæri, EES-reglur), 636. mál.
18. 05.2015
Ályktun um mat á menntun og ábyrgð til launa.
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, haldinn 18. maí 2015, hvetur stjórnvöld til að ganga til samninga við hjúkrunarfræðinga um réttmæt launakjör svo ekki þurfi að koma til boðaðs verkfalls þeirra þann 27. maí.
18. 05.2015
Ályktun um hjúkrun og heilbrigðisþjónustu aldraðra
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, haldinn 18. maí 2015, lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri heilbrigðisþjónustu sem öldruðum stendur til boða í dag.