Greinar
Byltur sjúklinga á Landspítala 2005-2009
Einkenni og afleiðingar
Eygló Ingadóttir og Hlíf Guðmundsdóttir
Byltur eru algengar á bráðasjúkrahúsum og geta haft langvarandi áhrif á líf og líðan sjúklinga. Orsakir byltna geta verið aldur, lyf, bráðaóráð, skert jafnvægi, þvagleki og margt fleira. Tilgangur þessarar lýsandi þversniðsrannsóknar var að greina tíðni byltna á Landspítala og hvað einkennir þá sjúklinga sem detta og skoða tengsl milli einkenna sjúklinga og afleiðinga byltna.Áhrif slökunarmeðferðar á einkenni sjúklinga með krabbamein
Þóra Jenný Gunnarsdóttir, Lilja Jónasdóttir og Nanna Friðriksdóttir
Slökunarmeðferð hefur verið í boði á dag- og göngudeild blóð og krabbameinslækninga á Landspítalanum í rúman áratug. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvaða áhrif slökunarmeðferð hefur á níu algeng einkenni hjá sjúklingum með krabbamein.Rannsókn á vinnu og vinnuumhverfi sjúkraliða á bráðalegudeildum Landspítala
Alda Ásgeirsdóttir og Helga Bragadóttir
Mannauður í hjúkrun er dýrmætur. Síðustu áratugi hefur þörf fyrir heilbrigðisstarfsfólk vaxið stöðugt og krafan um nýtingu fjármuna og mannauðs orðið háværari. Leita þarf leiða til að nýta betur þann mannafla sem fyrir er í heilbrigðisþjónustunni.Áhrif svæðameðferðar á þunglyndi og kvíða
Slembuð, framskyggn meðferðarrannsókn
Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir og Árún K. Sigurðardóttir
Rannsókn þessi var gerð til að kanna áhrif svæðameðferðar á þunglyndi og kvíða. Þunglyndi er algengt og veldur meiri röskun á högum einstaklingsins en flestir aðrir sjúkdómar.Áhrif svæðameðferðar á þunglyndi og kvíða
Slembuð, framskyggn meðferðarrannsókn
Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir og Árún K. Sigurðardóttir
Rannsókn þessi var gerð til að kanna áhrif svæðameðferðar á þunglyndi og kvíða. Þunglyndi er algengt og veldur meiri röskun á högum einstaklingsins en flestir aðrir sjúkdómar.Rannsókn á vinnu og vinnuumhverfi sjúkraliða á bráðalegudeildum Landspítala
Alda Ásgeirsdóttir og Helga Bragadóttir
Mannauður í hjúkrun er dýrmætur. Síðustu áratugi hefur þörf fyrir heilbrigðisstarfsfólk vaxið stöðugt og krafan um nýtingu fjármuna og mannauðs orðið háværari. Leita þarf leiða til að nýta betur þann mannafla sem fyrir er í heilbrigðisþjónustunni.Forprófun á mælitæki til að meta þekkingu og viðhorf hjúkrunarfræðinga til verkja og verkjameðferðar
Elfa Þöll Grétarsdóttir, Sigríður Zoëga, Gunnar Tómasson og Sigríður Gunnarsdóttir
Tilgangur: Að þýða og prófa áreiðanleika og hugtakaréttmæti mælitækisins „Könnun á viðhorfi og þekkingu til verkja og verkjameðferðar“ (Knowledge & Attitudes Survey Regarding PainK&A-SRP).Ástand húðar og lífsgæði stómaþega
Margrét Hrönn Svavarsdóttir, Oddfríður Jónsdóttir og Geirþrúður Pálsdóttir
Tilgangur: Að meta lífsgæði stómaþega og kanna tíðni og alvarleika húðvandamála í kringum stóma og áhrif SenSura stómabúnaðar á þessa þætti.Ungar mæður. Skynjaður stuðningur í barneignarferlinu
Hildur Sigurðardóttir og Sóley S. Bender
Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að skyggnast inn í reynsluheim unglingsmæðra og leitast við að öðlast dýpri sýn á skynjun þeirra á stuðningi og stuðningsleysi í barneignaferlinu.Nýburar í áhættumati á vökudeild
Lýsandi rannsókn á eftirliti eins árgangs
Gróa Sturludóttir, Katrín Kolka Jónsdóttir, Margrét Eyþórsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir
Tilgangur rannsóknarinnar var að meta ástand þeirra barna sem ekki verða lögð inn á gjörgæslu í kjölfar áhættumats, ástæður fyrir matsinnlögn þeirra, lengd dvalar og gagnreynt fræðilegt samhengi þess áhættumats sem fram fer.