Fréttir
05. maí 2023
Kófsveittur á gjörgæslunni
Jóhannes Kr. Kristjánsson, fjölmiðlamaður og framleiðandi Storms, heimildaþáttaraðar um Covid á Íslandi, skrifar um heimsókn á gjörgæsludeild LSH í Fossvogi.
28. apríl 2023
Vatnaskil
Á síðustu tveimur vikum hafa hjúkrunarfræðingar samþykkt skammtímasamnings félagsins við Reykjavíkurborg og ríkið. Þó svo að félagið sé ekki búið að semja um kjarasamning við sveitarfélög og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu þá markar þessi niðurstaða vatnaskil í kjarabaráttunni. Þetta er í fyrsta sinn í meira en áratug sem hjúkrunarfræðingar semja um launakjör sín við ríkið og eru loks lausir úr fjötrum gerðardóms.
28. apríl 2023
Frambjóðendur í stjórn
Auglýst var eftir þremur stjórnarmönnum og einum varamanni í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Kjörið fer fram á aðalfundi föstudaginn 12. maí 2023. Aðalfundur fer fram í Norðurljósasal Hörpu og hefst kl. 13:00. Frambjóðendur í stjórn eru eftirfarandi:
25. apríl 2023
Kröfugöngur 1. maí
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetur hjúkrunarfræðinga til að taka þátt á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, mánudaginn 1. maí.
24. apríl 2023
Kjarasamningur við ríkið samþykktur
Atkvæðagreiðsla vegna kjarasamnings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) við Reykjavíkurborg fór fram dagana 15. apríl kl. 12:00 til 24. apríl kl. 12:00. Á kjörskrá voru 2.619, eða þeir hjúkrunarfræðingar sem fengið höfðu laun skv. kjarasamningi félagsins við ríkið. Alls tóku 1.878 þátt í atkvæðagreiðslunni eða 71,6%.
19. apríl 2023
Kjarasamningur við Reykjavíkurborg samþykktur
Atkvæðagreiðsla vegna kjarasamnings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) við Reykjavíkurborg fór fram dagana 14. apríl kl. 10:00 til 19. apríl kl. 12:00. Á kjörskrá voru 97, eða þeir hjúkrunarfræðingar sem fengið höfðu laun skv. kjarasamningi félagsins við Reykjavíkurborg. Alls tóku 72 þátt í atkvæðagreiðslunni eða 74,2%.
17. apríl 2023
Auka-kynningarfundur í dag
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðar til auka-kynningarfundar á kjarasamningnum við ríkið á Teams milli kl. 17:00 og 18:00 í dag, mánudaginn 17. apríl.
14. apríl 2023
Atkvæðagreiðsla um kjarasamninga við ríkið
Atkvæðagreiðslan um samningana fer fram rafrænt, kjörseðlarnir eru aðgengilegir inni á Mínum sínum undir viðkomandi svæði, notast er við rafræn skilríki.
13. apríl 2023
New collective agreement signed
The Icelandic Nurses' Association has signed a collective agreement with the Icelandic state. The agreement was signed April 12th, 2023, and applies to all nurses working for the state.
12. apríl 2023
Kjarasamningur við ríkið undirritaður
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skrifaði undir nýjan kjarasamning við ríkið fyrir hádegi 12. apríl 2023.
05. apríl 2023
Rapportið - Páll Biering
Gestur Rapportsins að þessu sinni er Páll Biering, prófessor emeritus í geðhjúkrunarfræði. Í þættinum fer Páll yfir feril sinn í hjúkrun og ræðir skoðanir sínar á verkefnum framtíðarinnar.
05. apríl 2023
Vinnustofa um aðlögun að loftslagsbreytingum og lýðheilsu
Þann 23. mars sl. var haldin vinnustofa um aðlögun að loftslagsbreytingum og lýðheilsu á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Vinnustofan fór fram í húsnæði Embætti landlæknis. Þetta var áttunda vinnustofan í samráðsferli vegna tillögu um efnisþætti og skipulag Landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum og byggði hún á markmiðasetningu í hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum frá árinu 2021 og samsvarandi stefnu, Í ljósi loftslagsvár frá sama ári.
04. apríl 2023
Kjarasamningur við Reykjavíkurborg undirritaður
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skrifaði undir nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg um hádegisbilið 4. apríl 2023. Samningurinn tryggir launahækkanir og kjarabætur fyrir þá tæplega eitt hundrað hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá Reykjavíkurborg.
03. apríl 2023
Nýjar úthlutunarreglur styrktarsjóðs
Helstu breytingar eru að afgreiðsla allra umsókna eru nú mánaðarlega, fyrir utan júlí en þá er heilsustyrkur ekki afgreiddur. Þá verður lokadagur skila fyrir 1. mánaðardag hvers mánaðar.
03. apríl 2023
Skrifstofa Fíh lokuð yfir páskana
Skrifstofa Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er lokuð á skírdag, föstudaginn langa og á annan í páskum.
31. mars 2023
Páskakveðja frá samningaborðinu
Við í samninganefnd Fíh höfum nú fundað fimm sinnum með samninganefnd ríkisins með það að markmiði að semja um kjarasamning fyrir hjúkrunarfræðinga. Við höfum einnig fundað einu sinni með samninganefnd Reykjavíkurborgar og erum komin með viðræðuáætlun við sveitafélögin. Þó svo að ég sé bundin trúnaði um það sem á sér stað við samningaborðið þá get ég sagt ykkur að samtalið er af hinu góða og við höldum ótrauð áfram við að ná sem mestum kjarabótum fyrir hjúkrunarfræðinga og mögulegt er.
29. mars 2023
Óskað er eftir tilnefningum fyrir hvatningarstyrki Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2023
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur ákveðið að veita hvatningarstyrki að upphæð 500.000 kr til framúrskarandi hjúkrunarfræðinga sem hafa haft áhrif á þróun hjúkrunar eða heilbrigðisþjónustu á Íslandi.
29. mars 2023
Íbúð á Stykkishólmi laus til útleigu
Íbúð Orlofssjóðs á Stykkishólmi er laus til útleigu frá og með fimmtudeginum 30. mars. Lægri punktakostnaður ef leigt er fyrir 2. júní.
27. mars 2023
Peter Griffiths og Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir aðalfyrirlesarar Hjúkrun 2023
Dr. Peter Griffiths og Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir verða aðalfyrirlesarar vísindaráðstefnunnar Hjúkrun 2023 sem haldin verður dagana 28. og 29. september. Peter Griffiths mun halda fyrirlestur fimmtudaginn 28. september og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir föstudaginn 29. september.
24. mars 2023
Þrífst á því að vinna með fólki, bæta, þróa og taka þátt í uppbyggingu
Sigríður Gunnarsdóttir lauk BS-gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1997, meistaraprófi í skurð- og lyflæknishjúkrun með áherslu á krabbameinshjúkrun frá University of Wisconsin í Madison árið 2000 og doktorsprófi í krabbameinshjúkrun frá sama skóla árið 2004. Sigríður var lektor í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands frá 2005 til 2009 og dósent frá árinu 2009 jafnframt því að gegna starfi forstöðumanns fræðasviðs í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands og Landspítala frá árinu 2005. Frá árinu 2012 og þar til í september 2022 starfaði Sigríður sem framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala þar sem hún leiddi faglega þróun hjúkrunar og vann meðal annars að uppbyggingu og eflingu gæða- og umbótastarfs spítalans. Hún ákvað að gefa ekki kost á sér áfram í það starf og tók þann 1. október síðastliðinn við starfi forstöðumanns rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins.