Fréttir
02. nóvember 2021
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir á ICN ráðstefnunni
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðins tekur þátt í málþingi á ICN ráðstefnunni, Nursing Around the World.
28. október 2021
Stefna Fíh í hjúkrunar- og heilbrigðismálum til 2030
Stefna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) í hjúkrunar- og heilbrigðismálum til 2030 var samþykkt á aðalfundi félagsins í maí 2021. Við framsetningu á stefnunni er tekið mið af heilbrigðisstefnu heilbrigðisráðuneytisins fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030.
27. október 2021
Bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu virkjuð – heilbrigðisstarfsfólk óskast á skrá
Vegna fjölgunar COVID-19 smita hafa stjórnvöld ákveðið að virkja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar.
20. október 2021
Sóttkví í orlofi
Fíh og önnur heildarsamtök og stéttarfélög opinberra starfsmanna hafa óskað eftir því að stjórnvöld tryggi að starfsfólk ríkisstofnana þurfi ekki að nota orlofsdaga þurfi það að fara í sóttkví í orlofi sínu.
18. október 2021
Dagbók Fíh 2022
Dagbók Fíh fyrir 2022 verður einungis send þeim félagsmönnum sem þess óska. Hægt er að skrá sig fyrir eintaki inni á mínum síðum.
07. október 2021
Dr. Pamela Cipriano kosin nýr forseti Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN)
Í gær var Dr. Pamela Cipriano kosin forseti Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN).
01. október 2021
Skráning ágripa á Hjúkrun 2022
Opið er fyrir skráningu ágripa á Hjúkrun 2022, og er skráning opin frá 1.október til og með 8. nóvember.
01. október 2021
Staða framkvæmdastjóra hjúkrunar við Sjúkrahúsið á Akureyri er laus til umsóknar
Laus er til umsóknar staða framkvæmdastjóra hjúkrunar við Sjúkrahúsið á Akureyri. Ráðið verður í starfið frá og með 1. nóvember 2021 eða eftir samkomulagi
20. september 2021
Áherslur flokkanna í málefnum hjúkrunarfræðinga
Í tilefni þess að kosningar nálgast óðum sendi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga spurningar til allra framboða varðandi þá þrjá málaflokka sem brenna hvað mest á hjúkrunarfræðingum í dag.
12. september 2021
Fræðslukönnun Fíh
Einungis tekur 3-5 mínútur að svara könnuninni, og við hvetjum hjúkrunarfræðinga sem ekki þegar hafa svarað henni að taka þátt.
06. september 2021
Kallað eftir ágripum: Dagur öldrunar 2021
Tímarnir breytast og mennirnir með - ráðstefna 19. nóvember
01. september 2021
OECD á villigötum
Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur nýverið birt frétt á vef sínum þar sem því er haldið fram að hér á landi sé fjöldi hjúkrunarfræðinga á hverja 1.000 íbúa með því hæsta sem gerist innan þeirra landa sem OECD tekur út. Þar kemur fram að árið 2020 hafi verið 15,7 hjúkrunarfræðingar starfandi fyrir hverja 1.000 íbúa. Ef þetta var raunin voru rúmlega 5.700 hjúkrunarfræðingar við störf á Íslandi árið 2020 sem er ekki rétt. Þeir voru um 3.400 talsins og mismunurinn því um 2.300 hjúkrunarfræðingar sem er einungis 60% af þeim fjölda sem OECD heldur fram.
29. ágúst 2021
Sem betur fer! Og hvað svo?
Grein eftir formann BHM, formann Læknafélags Íslands og formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í Morgunblaðinu 29. ágúst 2021.
26. ágúst 2021
Sem betur fer!
Í dag hófst sameiginleg herferð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, BHM og Læknafélags Íslands. Félögin vilja þannig vekja athygli á mikilvægi háskólamenntaðs fólks fyrir verðmætasköpun í samfélaginu, samkeppnisstöðu á alþjóðavettvangi og sjálfbærni landsins til framtíðar.
23. ágúst 2021
Anna Stefánsdóttir hlýtur heiðursdoktorsnafnbót við Hjúkrunarfræðideild HÍ
Önnu Stefánsdóttur, hjúkrunarfræðingi, verður veitt heiðursdoktorsnafnbót við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands þriðjudaginn 24. ágúst.
17. ágúst 2021
HJÚKRUN 2021 frestað til næsta árs
Ákveðið hefur verið að fresta vísindaráðstefnunni HJÚKRUN 2021 sem halda átti á Hilton Reykjavík Nordica 16.-17. september. Fíh vill fara að öllu með gát vegna covid-19 og því er ráðstefnunni frestað til næsta árs.
30. júní 2021
Sumarlokun skrifstofu
Skrifstofa Fíh verður lokuð frá 12. júlí til 3. ágúst vegna sumarleyfa.
29. júní 2021
Hvert á ég að leita ef ég tel mig ekki fá rétt laun eftir kerfisbreytingu?
Ef hjúkrunarfræðingur telur sig ekki fá rétta útborgun launa eftir kerfisbreytingu vegna betri vinnutíma vaktavinnumanna eiga þeir að leita til síns stjórnanda. Þarfnist stjórnandi frekari útskýringa til að geta svarað starfsmanni leitar hann til launafulltrúa eða lykilaðila um betri vinnutíma á sínum vinnustað.
25. júní 2021
Sameiginlegur stofnanasamningur heilbrigðisstofnana
Lokið hefur verið við gerð stofnanasamninga við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni og þeir kynntir á fundum með stofnunum. Stofnanasamningana má finna á vefnum hjukrun.is.
22. júní 2021
Aðalfyrirlesarar á HJÚKRUN 2021
Ásta Thoroddsen, María Fjóla Harðardóttir og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir verða aðalfyrirlesarar á ráðstefnunni HJÚKRUN 2021, sem verður haldin á Reykjavík Hilton Nordica 16. og 17. september næstkomandi.