Fréttir
03. júní 2021
Breyting á félagsgjöldum félagsmanna
Frá 1. júní 2021 verða félagsgjöld reiknuð af heildarlaunum í stað dagvinnulauna. Þá verða félagsgjöldin lækkuð í 0,9% af heildarlaunum í stað 1,35% af dagvinnulaunum áður. Ákvörðun þessi var samþykkt á aðalfundi Fíh þann 26. maí sl., í samræmi við tillögu stjórnar félagsins.
02. júní 2021
Fundargerð aðalfundar 2021
Fundargerð aðalfundar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2021 er aðgengileg á vefsvæði félagsins.
31. maí 2021
Lesið úr launaseðli
Stutt skýringarmyndband
31. maí 2021
Launaseðillinn eftir gildistöku betri vinnutíma í vaktavinnu
Þann 1. júní verður í fyrsta sinn greitt samkvæmt betri vinnutíma í vaktavinnu. Hér eru allar upplýsingar sem þarf til þess að rýna í breyttan launaseðil.
27. maí 2021
Aðalfundur 2021
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fór fram 26. maí síðastliðinn þar sem fram fóru hefðbundin aðalfundarstörf. Þar að auki voru samþykktar breytingar á lögum félagsins og ný stefna í hjúkrunar- og heilbrigðismálum til ársins 2030 var samþykkt.
25. maí 2021
Orlofsuppbót 2021
Hinn 1. júní ár hvert skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl næst á undan fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót, er miðast við fullt starf næstliðið orlofsár.
12. maí 2021
Til hamingju með daginn hjúkrunarfræðingar
Alþjóðlegur dagur hjúkrunarfræðinga er 12. maí og ár hvert er deginum fagnað meðal hjúkrunarfræðinga um heim allan. Þennan dag fæddist Florence Nightingale sem lagði grunninn að hjúkrun með mikilli framsýni og frumkvæði. Hún var einnig mikil fræðimanneskja og stundaði rannsóknir sem sýndu m.a. fram á mikilvægi handþvottar og hreinlætis í umhverfi sjúklinga og við hjúkrun. Niðurstöðurnar studdi Florence með tölfræðilegum niðurstöðum sem endurspegluðu margfalt betri lífshorfur sjúklinga. Nú, rúmum 200 árum síðar, erum við enn að nýta okkur hennar óumdeilanlegu niðurstöður því eins og allir vita er handþvottur og hreinlæti einn lykilþáttur í baráttunni.
04. maí 2021
Aðalfundi frestað til 26. maí
Sökum áframhaldandi samkomutakmarkanna er aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frestað til 26. maí 2021, kl: 17:30 – 21:30.
30. apríl 2021
1. maí og stytting vinnuvikunnar hefst
1.maí er alþjóðlegur dagur verkalýðsins og að þessu sinni fögnum við líka stórum áfanga með styttingu vinnuvikunnar sem Fíh hefur barist fyrir um árabil. Þann 1. maí tekur betri vinnutími gildi hjá öllum hjúkrunarfræðingum í vaktavinnu sem vinna hjá ríki, sveitarfélögum og stofnunum sem reknar eru að meirihluta fyrir almannafé.
29. apríl 2021
Vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar kynnt á föstudag
Vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar, samstarfsvettvangs um gerð og hagnýtingu tölfræðigagna um laun og efnahag sem Fíh tekur þátt í, verður kynnt næstkomandi föstudag, 30. apríl.
09. apríl 2021
Vísindarannsókn: Störf hjúkrunardeildarstjóra í heimsfaraldri
Óskað er eftir þátttöku hjúkrunardeildarstjóra í vísindarannsókn. Tilgangur rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvað einkennir störf hjúkrunardeildarstjóra í heimsfaraldri og hvað þarf til að gegna því starfi í flóknu og síbreytilegu ástandi.
08. apríl 2021
Tillögur til lagabreytinga og önnur mál
Tillögur til lagabreytinga skulu hafa borist stjórn félagsins fyrir 14. apríl. Hið sama gildir um önnur mál sem félagsmenn óska eftir að tekin verði fyrir á aðalfundi.
31. mars 2021
Fyrsta tölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga 2021
Nýtt og veglegt tölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga er farið í dreifingu til félagsmanna.
31. mars 2021
Gleðilega páska
Nú er fyrsta tölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga í ár komið í dreifingu til félagsmanna en einnig má sjá það á vef félagsins: 1. tbl. Tímarits hjúkrunarfræðinga 2021. Þar kennir margra grasa og gott að geta gluggað í tímaritið um páskana.
25. mars 2021
Ásta Thoroddsen valin formaður ritstjórnar fyrir flokkunarkerfið ICNP
Ásta Thoroddsen, prófessor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, hefur verið valin formaður nýrrar ritstjórnar, sem nýlega var sett á laggirnar fyrir flokkunarkerfið ICNP
25. mars 2021
Bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar endurvakin
Heilbrigðisyfirvöld óska eftir liðsinni hjúkrunarfræðinga í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar.
22. mars 2021
Hvatningarstyrkur til frumkvöðla í hjúkrun
Auglýst er eftir tilnefningum fyrir Hvatningarstyrk Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2021.
19. mars 2021
Orlof 30 dagar: Reikniregla
Við gerð síðustu kjarasamninga var samið um 30 daga orlof fyrir alla hjúkrunarfræðinga óháð aldri
16. mars 2021
Fræðslusíða fyrir vaktasmiði og starfsfólk
Fræðslusíðan Vaktakerfi - Fræðsla inniheldur efni sem er sérsniðið fyrir vaktasmiði ðg starfsfólk sem notar vaktakerfin Vinnustund, Mytimeplan og Timon.
15. mars 2021
ENDA 2022: Environmental Changes – Leadership Challenges
14. - 17. september 2022. Ráðstefnan verður haldin á Selfossi.