Fréttir
16. júní 2020
Stuðningsyfirlýsing hjúkrunafræðinema
Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri lýsa yfir fullum stuðningi við hjúkrunarfræðinga í verkfallsaðgerðum og munu ekki ganga í störf þeirra á meðan verkfall stendur yfir.
12. júní 2020
Upplýsingar tengdar verkfalli
Á vefsvæði Fíh www.hjukrun.is eru birtar helstu upplýsingar og fréttir tengdar verkfallinu. Þar má finna meðal annars lista yfir störf hjúkrunarfræðinga sem eru undanþegin verkfalli, ásamt helstu spurningum og svör varðandi réttindi hjúkrunarfræðinga meðan á verkfalli stendur.
10. júní 2020
Hjúkrunarráð lýsir yfir áhyggjum af yfirvofandi verkfalli hjúkrunarfræðinga
Hjúkrunarráð hvetur stjórnvöld til að ganga frá samningum áður en til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur.
05. júní 2020
Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsboðun með miklum meirihluta
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) tók ákvörðun þann 1. júní 2020 að efna til rafrænnar atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa á kjarasamningi Fíh og fjármála- og efnahagsmálráðherra f.h. ríkissjóðs. Atkvæðagreiðslan hófst 2. júní kl. 20:00 og lauk 5. júní kl. 12:00. Fjöldi þeirra hjúkrunarfræðinga er starfa á ofangreindum samningi og þátt tóku í atkvæðagreiðslunni, var 2.143 eða 82,2%.
03. júní 2020
Hjúkrunarfræðingar, kjósið og takið afstöðu í atkvæðagreiðslu um verkfall
Atkvæðagreiðsla Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) um verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu stendur nú yfir og lýkur föstudaginn 5. júní kl. 12:00. Fíh vill hvetja hjúkrunarfræðinga til þess að taka þátt í kosningunni og lýsa þannig afstöðu sinni til verkfallsaðgerða. Kosningin fer fram á Mínum síðum á vefsvæði Fíh minar.hjukrun.is.
02. júní 2020
Staða kjaraviðræðna
Fundurinn var tíðindalítill, viðræður ganga mjög hægt og ber mikið á milli aðila hvað varðar launalið nýs kjarasamnings.
02. júní 2020
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðar til atkvæðagreiðslu um verkfall hjúkrunarfræðinga
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. Samningaviðræður hafa nú staðið yfir í mánuð eftir að kjarasamningur var felldur í lok apríl.
29. maí 2020
Orlofsuppbót 2020
Hinn 1. júní ár hvert skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl næst á undan fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót, er miðast við fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.
25. maí 2020
Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefnd ríkisins (SNR) áttu fund í dag.
Búið er að skipuleggja daglega vinnu- og samningafundi alla vikuna. Viðræðurnar eru áfram á viðkvæmu stigi og staðan verður endurmetin í vikulok.
25. maí 2020
Hrífunes - Nýr orlofskostur
Orlofsssjóður hefur bætt við glæsilegu heilsárshúsi í Hrífunesi á Suðurlandi.
20. maí 2020
Næsti samningafundur 25. maí
Staðan er erfið og viðræðurnar eru á viðkvæmum stað en það er samtal á milli aðila og viðræður í gangi.
19. maí 2020
Næsti samningafundur 20. maí
Samninganefnd Félags íslenskra hjúkunarfræðinga (Fíh) og Samninginganefnd ríkisins (SNR) áttu fund mánudaginn 18. maí. Það var óformlegur vinnufundur í dag sem lauk síðdegis. Næsti samningafundur er boðaður miðvikudaginn 20. maí kl:11:00.
18. maí 2020
Allir lögðu sig fram við að dansa í takt
Fyrir tíma kórónafaraldursins snerist vinna Hrafnhildar Lilju Jónsdóttur, sérfræðings í bráðahjúkrun, fyrst og fremst um hvers konar kennslu og námskeiðshald.
15. maí 2020
Niðurstöður könnunar Fíh um viðhorf hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu
Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þakkar hjúkrunarfræðingum fyrir þátttökuna í könnun á viðhorfum hjúkrunarfræðinga til kjarasamnings. Könnunin var gerð af Maskínu fyrir Fíh dagana 7.10. maí og voru alls 1894 sem svöruðu könnuninni eða um 66% þeirra sem fengu hana senda.
14. maí 2020
Næsti samningafundur 18. maí
Fundi samninganefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samninganefndar ríkisins lauk síðdegis. Næsti samningafundur hefur verið boðaður mánudaginn 18. maí kl 13:30.
13. maí 2020
Næsti samningafundur 14. maí
Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samninganefnd ríkisins áttu sinn þriðja fund eftir að kjarasamningur hjúkrunarfræðinga við ríki var felldur þann 29. apríl sl.
12. maí 2020
Til hamingju með daginn hjúkrunarfræðingar!
Alþjóðlegum degi hjúkrunarfræðinga er fagnað 12. maí ár hvert. Dagurinn er fæðingardagur Florence Nightingale en hún var einn stærsti áhrifavaldur í þróun og sögu hjúkrunar og lagði grunninn að þeirri nútíma hjúkrun sem við þekkjum í dag. Það gerði hún m.a. með framsýni og frumkvæði sem rannsakandi og fræðimanneskja og sýndi fram á mikilvægi hreinlætis með tölfræðilegum gögnum.
08. maí 2020
Góð samvinna einkennandi fyrir tímabilið
Thelma Rut Bessadóttir, hjúkrunarnemi á 4. ári, hefur undanfarið hjúkrað covid jákvæðum einstaklingum á smitsjúkdómadeild Landspítala.
07. maí 2020
Starfsleyfaskrá heilbrigðisstétta
Starfsleyfaskrá heilbrigðistétta sem nær til alla heilbrigðisstétta sem þurfa starfsleyfi landlæknis hefur verið birt á vef embættisins.
07. maí 2020
Könnun vegna kjarasamninga hjúkrunarfræðinga við ríki
Fíh vill afla frekari upplýsinga um skoðun hjúkrunarfræðonga á kjarasamningnum. Því hefur könnun verið send á þá hjúkrunarfræðinga sem starfa samkvæmt þeim samningi.