Fréttir
25. september 2020
Samninganefnd Fíh og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu áttu samningafund í dag.
Næsti samningafundur aðila verður föstudaginn 2. október.
24. september 2020
Dagbók Fíh 2021
Dagbók Fíh fyrir 2021 verður einungis send þeim félagsmönnum sem þess óska.
22. september 2020
Alþjóðleg byltuvarnarvika
Vikan 21.-27. september er er alþjóðleg byltuvarnarvika og af því tilefni hefur verið opnaður vefur með gagnlegu efni fyrir bæði meðferðaraðila og fólk í byltuhættu.
22. september 2020
Þjónusta á skrifstofu Fíh
Við hvetjum félagsmenn eindregið til að nýta sér rafræna samskiptahætti og þjónustu eftir fremsta megni. Öllum fyrirspurnum er svarað eins fljótt og auðið er á opnunartíma skrifstofu.
21. september 2020
Aðalfundur Fíh 2020
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var haldinn síðastliðinn fimmtudag, 17. september á Grand Hótel Reykjavík.
21. september 2020
Bakvarðasveitin óskar eftir heilbrigðisstarfsfólki á útkallslista
Heilbrigðisyfirvöld óska eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Leitað er að fólki sem hefur aðstæður og er reiðubúið að koma tímabundið til starfa í heilbrigðisþjónustunni með skömmum fyrirvara.
18. september 2020
Samningafundur við Samband íslenskra sveitarfélaga
Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samband íslenskra sveitarfélaga áttu samningafund í dag.
18. september 2020
Þjónustukönnun orlofssjóðs
Viltu hafa áhrif á þá orlofskosti sem orlofssjóður býður félagsmönnum?
17. september 2020
Ársskýrsla 2019-2020
Ársskýrsla Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var kynnt á aðalfundi félagsins 17. september síðastliðinn.
17. september 2020
Alþjóðlegur dagur tileinkaður öryggi sjúklinga
Í dag er alþjóðlegur dagur sem er tileinkaður öryggi sjúklinga- Patient Safety Day. Af því tilefni kemur út skýrsla frá Alþjóðaráði hjúkrunarráði (ICN) um stöðu hjúkrunarfræðinga á tímum COVID-19.
14. september 2020
Endurskoðaður stofnanasamningur milli Fíh og Landspítala undirritaður 11. september
Kynningarfundir um helstu atriði stofnanasamnings verða haldnir 15. og 16. september
11. september 2020
Lögmæti úrskurðar gerðardóms
Yfirlýsing stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga - lögmæti úrskurðar gerðardóms.
11. september 2020
Styrkir til framhaldsnáms og rannsókna- og vísindastarfa í hjúkrunarfræðum
Umsóknarfrestur er til 1. október næstkomandi.
11. september 2020
Kjarasamningur við Reykjavíkurborg samþykktur
Atkvæðagreiðsla vegna kjarasamninga Fíh við Reykjarvíkurborg fór fram dagana 8. september kl. 12:00 til 11. september kl. 12:00. Á kjörskrá voru 87, eða þeir hjúkrunarfræðingar sem fengið höfðu laun skv. kjarasamningi félagsins við Reykjarvíkurborg. Alls tóku 64 þátt í kosningunum eða 74%.
08. september 2020
Unnið að lögfræðiáliti um gerðardóm. Vinna er hafin við endurskoðun stofnanasamninga
Eins og fram kom í yfirlýsingu stjórnar Fíh þann 2. september sl. er niðurstaða gerðardóms mikil vonbrigði. Strax var farið í að óska eftir lögfræðiáliti á niðurstöðu gerðardóms. Lögfræðingur Fíh vinnur nú að álitinu og er von á því nú í vikunni. Niðurstaðan verða kynnt hjúkrunarfræðingum eftir að stjórn hefur fjallað um málið.
08. september 2020
Atkvæðagreiðsla um kjarasamning við Reykjavíkurborg hafin
Atkvæðagreiðsla um kjarasamning við Reykjavíkurborg sem undirritaður var 4. september síðastliðinn er hafinn.
08. september 2020
Samvinna hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndunum í 100 ár
Hundrað ár eru liðin frá því að hjúkrunarfræðingar á Norðurlöndum komu á fót formlegum samstarfsvettvangi undir heitinu Samvinna hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN).
06. september 2020
Skrifað undir kjarasamning við Reykjavíkurborg
Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Reykjavíkurborgar skrifuðu undir kjarasamning í dag 4. september 2020. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 - 31. mars 2023.
04. september 2020
Gerðardómur er vonbrigði en endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir
Þann 1. september birti gerðardómur greinargerð og niðurstöðu sína í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Með þessari niðurstöðu fékkst ákveðin lokaniðurstaða í kjaradeilu sem staðið hefur frá því í byrjun árs 2019.
03. september 2020
Aðalfundur 2020
Skráning er hafin á aðalfund Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem haldinn verður fimmtudaginn 17. september 2020 kl. 17:00-19:00 á Grand Hótel, Reykjavík.