Fréttir
15. febrúar 2019
„18 ára með 25 ára reynslu”
Eftir að hafa starfað lengi í björgunarsveit, við skyndihjálparkennslu og sjómennsku lá leið Þorsteins Jónssonar í hjúkrunarfræði.
12. febrúar 2019
Styrkir úr A-hluta vísindasjóðs greiddir út
Þann 15. febrúar verða greiddir styrkir úr Vísindasjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga til allra félagsmanna sem störfuðu hjá hinu opinbera á liðnu ári.
11. febrúar 2019
Afmælisstyrkur veittur til hjúkrunarrannsóknar á Íslandi
Veglegur styrkur til rannsóknar í hjúkrunarfræði verður veittur í tilefni 100 ára afmælis Fíh.
11. febrúar 2019
Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum
Auglýst er eftir framboðum í Stjórn félagsins, Ritnefnd Tímarits hjúkrunarfræðinga, Siða- og sáttanefnd, Orlofssjóð, Styrktarsjóð og Kjörnefnd fyrir kjörtímabilið 2019-2021.
07. febrúar 2019
Heiðurfélagar
Í tilefni 100 ára afmælis Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mun stjórn félagsins gera 10 hjúkrunarfræðinga að heiðurfélögum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á aðalfundi félagsins þann 16. maí n.k.
07. febrúar 2019
Heillaðist strax af því að vinna á Vökudeild Barnaspítalans
Rakel Björg Jónsdóttir hóf að vinna á Barnaspítalanum á námsárunum í hjúkrunarfræði og hefur gott sem unnið þar allar götur síðar.
07. febrúar 2019
Afmæliskaka Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Í tilefni 100 ára afmælis félagsins hefur verið samið við Landsamband bakarameistara um að útbúa fyrir hjúkrunarfræðinga köku með 100 ára afmælismerkinu.
01. febrúar 2019
Unnið á sjúkrahúsi frá 17 ára aldri
Edda Bryndís Örlygsdóttir hafði unnið sem sjúkraliði í yfir tuttugu ár þegar hún hóf nám í hjúkrunarfræði.
01. febrúar 2019
Kosning í trúnaðarmannaráð Fíh starfstímabilið 2019–2021
Viltu hafa áhrif á laun og kjarasamninga hjúkrunarfræðinga?
30. janúar 2019
Bréf heilbrigðisráðherra vegna aðgerða til að styrkja mönnun hjúkrunarfræðinga gott fyrsta skref
Þann 28. janúar sl. sendi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra bréf til opinberra heilbrigðisstofnana þar sem þeim er falið að fjalla um og útfæra tilteknar aðgerðir sem hafa það markmið að laða fleiri hjúkrunarfræðinga til starfa og styrkja mönnun á sviði hjúkrunar.
28. janúar 2019
Doktorsvörn í ljósmóðurfræði
Miðvikudaginn 30. janúar ver Emma Marie Swift doktorsritgerð sína í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.
28. janúar 2019
Nýr stofnanasamningur við hjúkrunarheimilin Eir, Hamra og Skjól
Í desember síðastliðinn var skrifað undir nýjan stofnanasamning á milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarheimilanna Eir, Hamra og Skjóls. Samningurinn tók gildi þann 1. janúar 2019. Nýr stofnanasamningur leysir af hólmi eldri stofnanasamning frá árinu 2006. Samningurinn felur í sér breytingu á starfsheitum og launasetningu hjúkrunarfræðinga, breytingar á mati á persónubundnum þáttum, ný ákvæði um sérstök verkefni, tímabundið álag og sérstaka ábyrgð.
28. janúar 2019
Nýr stofnanasamningur við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Í lok desember var skrifað undir nýjan stofnanasamning á milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Samningurinn tók gildi þann 1. janúar 2019. Nýr stofnanasamningur leysir eldri stofnanasamning frá árinu 2006 og breytingar sem gerðar voru á honum af hólmi. Samningurinn felur í sér breytingu á launum hjúkrunarfræðinga, tilraunaverkefni sem miðar að því að hækka meðaltals starfshlutfall hjúkrunarfræðinga með því að greiða hærri grunnlaun fyrir hærra starfshlutfall auk breytingar á mati á viðbónámi og námskeiðum.
28. janúar 2019
Frestun á starfsmati hjúkrunarfræðinga hjá sveitarfélögunum.
Á fundi samstarfnefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sambands sveitarfélaga sem haldinn var um miðjan janúar var rætt um áframhaldandi frestun á starfsmati hjúkrunarfræðinga sem starfa á kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sambands sveitarfélaga. Samkvæmt fundargerð fundar frá 18. maí 2018 var reiknað með að innleiðingu starfsmats fyrir Fíh yfði lokið eigi síðar en 31. desember 2018.
25. janúar 2019
Alltaf gaman að mæta í vinnuna og það er algjör lúxus!
Manda Jónsdóttir er þriðji ættliðurinn í kvenlegg sem leggur fyrir sig hjúkrun.
21. janúar 2019
Framboðsfrestur til formanns Fíh rennur út 31. janúar næstkomandi
Kjörnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga minnir á að framboðsfrestur til formanns Fíh tímabilið 2019-2021 rennur út 31. janúar næstkomandi.
18. janúar 2019
Starfið hefur gefið lífsfyllingu sem erfitt er að útskýra
Ellen Björnsdóttir hefur óbilandi áhuga á fólki og mikla ánægju af að spá í margbreytileika þess.
16. janúar 2019
Hátt í þúsund hjúkrunarfræðingar fögnuðu 100 ára afmæli
Hátt í þúsund hjúkrunarfræðingar komu saman í gær, þriðjudaginn 15. janúar, til að fagna aldarafmæli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
11. janúar 2019
Fleiri gjafabréf í flug
Gjafabréf Icelandair verða aftur í boði mánudaginn 14. janúar næstkomandi frá kl. 10:00.
11. janúar 2019
Viltu hafa áhrif á launa- og starfskjör þín og annarra hjúkrunarfræðinga?
Trúnaðarmenn eru mikilvægir tengiliðir í stafi félagsins.