Fréttir
30. október 2016
Átt þú sumarhús sem þú vilt leigja?
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar eftir að leigja nýleg, vel búin orlofshús víðs vegar um landið fyrir félagsmenn sína.
18. október 2016
Við leitum að þátttakendum
Fíh er að vinna að þarfagreiningu fyrir nýjan vef, og liður í því er að fá sjónarmið notenda vefsins um skipulag hans. Við leitum því að félagsmönnum sem geta lagt okkur lið í næstu viku, en þá verðum við með svokallaða flokkunaræfingu (card sorting).
17. október 2016
Upplýsingafundi 18. október með hjúkrunarfræðingum hjá SFV frestað
Ákveðið hefur verið að fresta upplýsingafundi sem halda átti með hjúkrunarfræðingum sem starfa á stofnunum SFV þann 18. október kl 15:00. Fíh boðar til annars fundar með hjúkrunarfræðingum þann 25. október kl. 15:00 að Suðurlandsbraut 22.
17. október 2016
Heiðursfélagi Fagdeildar þvagfærahjúkrunarfræðinga
Margrét O. Magnúsdóttir var nýverið valin fyrsti heiðursfélagi Fagdeildar þvagfærahjúkrunarfræðinga.
13. október 2016
Fræðadagar heilsugæslunnar
Áttundu Fræðadagar heilsugæslunnar verða haldnir á Grand Hóteli í Reykjavík 3. - 4. nóvember n.k.
13. október 2016
Styrktarsjóður Fagdeildar taugahjúkrunarfræðinga
Styrktarsjóður Fagdeildar taugahjúkrunarfræðinga auglýsir styrki til umsóknar.
13. október 2016
Forvarnir og aðgerðir gegn einelti, áreitni, ofbeldi
Vinnueftirlitið hefur gefið út nýtt fræðslu- og leiðbeiningarrit í samvinnu við velferðarráðuneytið
06. október 2016
Samningaviðræðum við SFV um stofnanasamning slitið
Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) átti í morgun fund með launanefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). Niðurstaða fundarins var að ekki væru forsendur fyrir frekari viðræðum á milli Fíh og SFV um sameiginlegan stofnanasamning og var viðræðunum því slitið.
04. október 2016
Yfirlýsing frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga vegna lagafrumvarps um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (A deild)
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) gerir alvarlegar athugasemdir við efni lagafrumvarps um breytingu á lögum um Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (A-deild) sem nú liggur fyrir Alþingi.
04. október 2016
Umsögn Fíh um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (A-deild)
Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) fóru í morgun á fund fjárlaganefndar Alþingis ásamt fulltrúum annarra stéttafélaga til að fylgja eftir umsögn félagsins um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
28. september 2016
Geðhjúkrun í brennidepli
Hjúkrunarþing Fíh verður haldið föstudaginn 28. október 2016 kl. 9:00-16:00 á Hótel Natura, Reykjavík. Skráning er þegar hafin, en þingið er haldið í samstarfi fagsviðs og fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga.
27. september 2016
Starfsmenntunarsjóður skerpir á reglum
Breyting hefur orðið á afgreiðslu sjóðsins, framvegis þurfa gögn að fylgja umsókn til þess að hún fái afgreiðslu.
20. september 2016
Yfirlýsing frá Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga vegna breyttrar skipan lífeyrismála
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) mótmælir harðlega samkomulagi um breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna og þeim vinnubrögðum sem viðhöfð hafa verið við gerð samkomulagsins. Um er að ræða breytingar sem eru gerðar án nokkurs samráðs við Fíh.
19. september 2016
Framhaldsnám við Hjúkrunarfræðideild HÍ
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í framhaldsnám við Hjúkrunarfræðideild vegna vorannar 2017. Umsóknarfresti lýkur 15. október n.k.
07. september 2016
Mannekla í hjúkrun
Í haust mun Fíh vinna nýja skýrslu um manneklu í hjúkrun til að fá nýjustu upplýsingar um skort á hjúkrunarfræðingum til starfa. Niðurstöður skýrslunnar verða síðan lagðar til grundvallar framkvæmdaáætlunar um fjölgun hjúkrunarfræðinga á næstu árum.
07. september 2016
Kynningarfundir um frammistöðumat fyrir hjúkrunarfræðinga á Landspítala
Þann 21. og 23. september verða haldnir kynningarfundir um frammistöðumat, framkvæmd þess og greiðslu samkvæmt frammistöðumati fyrir hjúkrunarfræðinga á Landspítala .
07. september 2016
Endurgerð vefsvæðis
Endurgerð vefsvæðisins hjukrun.is er eitt af verkefnum félagsins þetta starfsár. Nýr vefur verður snjallvefur og lögð verður áhersla á góða leit á vefnum.
06. september 2016
Námskeið á vegum fagsviðs og kjara- og réttindasviðs
Eftirfarandi námskeið verða haldin í vetur í samstarfi við eða á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
06. september 2016
Orlofssjóður - sumarlok
Nýting félagsmanna á orlofskostum félagsins var mjög góð í sumar. Orlofsnefnd hefur ákveðið til þess að nýtingin á íbúðum félagsins verði sem best að hafa punktalaus viðskipti í miðri viku fyrir þá sem búa utan svæðis.
11. ágúst 2016
Skrifstofa Fíh lokuð eftir hádegi föstudaginn 12. ágúst