Fréttir
13. júlí 2018
Miðar í Hvalfjarðargöng
Við viljum benda þeim félagsmönnum sem hafa keypt sér afsláttarkort í Hvalfjarðargöng á eftirfarandi tilkynningu sem Spölur ehf. hefur sent frá sér.
11. júlí 2018
Vortölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga
Vortölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga 2018 er komið út en prentaða útgáfa tímaritsins verður borin út til félagsmanna innan skamms.
11. júlí 2018
Persónuverndarstefna Fíh
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur gefið út persónuverndarstefnu, vegna nýrra laga um persónuvernd nr. 90/2018, en lögin taka gildi á Íslandi þann 15. júlí næstkomandi.
10. júlí 2018
Námskeið á MS stigi
Hjúkrunarfræðideild býður upp á námskeið á MS stigi í samstarfi við Endurmenntun HÍ á komandi haustönn.
04. júlí 2018
Yfirlýsing frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga vegna kjaradeilu ljósmæðra
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins sem starfar í hans umboði að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör.
21. júní 2018
Áfram Ísland!
Vegna leiks Íslands gegn Nígeríu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu mun skrifstofa Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga loka kl. 14.00 á föstudaginn, þann 22. júní 2018.
19. júní 2018
Nýr stofnanasamningur við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Í gær, mánudaginn 18. júní var skrifað undir nýjan stofnanasamning milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og gildir hann frá 1. janúar 2018. Samningurinn felur í breytingar á starfsheitum hjúkrunarfræðinga og persónubundnum þáttum sem metnir eru til launa.
18. júní 2018
Undirbúningur vegna nýrrar persónuverndarreglugerðar
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur unnið að því undanfarna mánuði að aðlaga starfsemi sína að ákvæðum nýrrar persónuverndarreglugerðar Evrópusambandsins (ESB), sem tekur gildi í Evrópu 25. maí 2018, og á Íslandi þegar reglugerðin hefur verið tekin formlega upp í EES–samningnum og afgreidd af Alþingi.
13. júní 2018
Mínar síður tímabundið óvirkar
Sökum viðamikilla kerfisbreytinga hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga er umsóknarferli á Mínum síðum óvirkt um tíma.
07. júní 2018
Starfmat hjá sveitarfélögum frestast, laun hækkuð um 3,4%
Starfsmat sem áætlað var skv. kjarasamningi að tæki gildi þann 1. júní sl. seinkar til loka árs 2018. Í stað þess var launatafla fyrir bráðabirgðaröðun hækkuð um 3,4% frá 1. júní 2018.
01. júní 2018
Breytingar á reglum starfsmenntunarsjóðs
Stjórn starfsmenntunarsjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur samþykkt nokkrar breytingar á reglum sjóðsins sem taka gildi 1. júní 2018.
28. maí 2018
Fundargerð aðalfundar 2018
Fundargerð aðalfundar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2018 er aðgengileg á vefsvæði félagsins.
27. maí 2018
Sviðsstjóri fagsviðs
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leitar að sviðsstjóra fagsviðs félagsins.
25. maí 2018
Gjafabréf Heimsferða ásamt Sumarferða og Úrval Útsýn...
Gjafabréf Heimsferða ásamt Sumarferða og Úrval Útsýn eru komin til sölu á orlofsvef Fíh.
22. maí 2018
Styrkir afhentir úr B-hluta Vísindasjóðs Fíh
Styrkir úr Vísindasjóði félagsins B-hluta voru afhentir 22. maí, en alls voru veittir styrkir til 18 rannsóknaverkefna hjúkrunarfræðinga að upphæð rúmar 14 miljónir króna.
18. maí 2018
Varðandi gjafabréf í flug með Icelandair og Wowair
Um áramótin var niðurgreiðsla aukin á gjafabréfum í flug. Félagsmenn hafa tekið vel við sér og sala gjafabréfanna fyrstu 3 mánuði ársins var nánast sambærileg við allt árið í fyrra.
16. maí 2018
Norðurland - alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga
Deild hjúkrunarfræðinga við Eyjafjörð hélt upp á alþjóðadag hjúkrunarfræðinga með viku hjúkrunar í samstarfi við Sjúkrahúsið á Akureyri, Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Öldrunarheimili Akureyrar.
14. maí 2018
Fundur um stofnanasamning með hjúkrunarfræðingum á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 16. maí kl 16:00
Kjarasvið Fíh og hjúkrunarfræðingar í samstarfsnefnd félagsins og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins boða til fundar með hjúkrunarfræðingum hjá heilsugæslunni þann 16 maí kl 16:15-17:15.
11. maí 2018
Nýting orlofshúsa
Nýting orlofshúsa á vegum félagsins yfir vetrarmánuðina hefur almennt farið batnandi undanfarin ár.
04. maí 2018
Liðsauki óskast í fag- og kjaramál
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leitar að sérfræðingi í kjaramálum og sviðsstjóra fagsviðs.