Fréttir
14. september 2015
Hjúkrunarfræðingar á Reykjalundi samþykkja nýgerðan kjarasamning
Hjúkrunarfræðingar í starfi á kjarasamningi Fíh við Reykjalund endurhæfingamiðstöð SÍBS samþykktu nýgerðan kjarasamning með afgerandi meirihluta.
11. september 2015
Nýr ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga
Helga Ólafs hefur verið ráðin nýr ritstjóri tímaritsins og hefur hún þegar tekið til starfa. Hún hefur mikla reynslu af blaðamennsku og ritstjórn og verður því góð viðbót við öflugt teymi á skrifstofu félagsins.
11. september 2015
Frádráttur á launum og leiðrétting vegna verkfalls
Fíh hefur ekki verið sammála aðferðarfræði Fjársýslu ríkisins varðandi frádrátt á launum og leiðréttingu vegna verkfalls. Eftir að hafa skoðað eldri gögn sem snerta sama mál hefur félagið þó ákveðið að ekki verði frekar aðhafst varðandi frádrátt á launum í verkfalli.
08. september 2015
Samningaviðræður við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Reykjavíkurborg og Samtök íslenskra sveitafélaga
Samningaviðræður við þessa aðila eru eru mis langt á veg komnar, en vonast er til að þeim ljúki nú í september.
07. september 2015
Kjarasamningur við Reykjalund
Þann 7.september 2015 var undirritað samkomulag um breytingu og framlengingu á kjarasamningi Fíh við Reykjalund, endurhæfingarmiðstöð SÍBS.
07. september 2015
Orlofshús: Laus helgi 18.-21. september - Punktalaus viðskipti
Orlofsbústaðurinn á Bjarteyjarsandi, minna húsið er laust þá helgi, en þar má hafa gæludýr.
03. september 2015
Hjúkrunarþing í stað ráðstefnu
Ráðstefnunni HJÚKRUN 2015 hefur verið frestað um ár. Þess í stað verður efnt til hjúkrunarþings í nóvember.
03. september 2015
Hjúkrunarfræðingum með framhaldsmenntun boðin þátttaka í alþjóðlegri könnun um starfsánægju
Íslenskum hjúkrunarfræðingum með framhaldsmenntun (NP/APN) er boðið að taka þátt í alþjóðlegri könnun um starfsánægju (Advanced Practice Nurse job satisfaction survey). Könnunin fer fram á netinu. Meðfylgjandi eru nánari upplýsingar og linkur á könnunina.
02. september 2015
Sérnám í heilsugæsluhjúkrun hafið
Sérnám í heilsugæsluhjúkrun, samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Háskólans á Akureyri hófst í haust.
01. september 2015
Frá stjórn Vinnudeilusjóðs
Umsóknir í Vinnudeilusjóð Fíh sem borist höfðu fyrir 20. ágúst og með fylgdu fullnægjandi gögn verða afgreidd og styrkurinn greiddur út nú um mánaðamótin.
31. ágúst 2015
Laus staða framkvæmdastjóra ICN
Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) auglýsir lausa til umsóknar stöðu Chief Executive Officer. Einungis hjúkrunarfræðingar koma til greina.
26. ágúst 2015
Saga hjúkrunar á tilboðsverði
Ritverk Margrétar Guðmundsdóttur, Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öldinni, býðst nú á tilboðsverði.
21. ágúst 2015
Doktorsvörn í hjúkrunarfræði
Marianne Elisabeth Klinke mun verja doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði mánudaginn 31. ágúst í hátíðarsal Háskóla Íslands.
20. ágúst 2015
Laus bústaður vegna forfalla-PUNKTALAUS VIÐSKIPTI!!!
Vikan 21.-28. ágúst n.k. var að losna vegna forfalla. Það er íbúðin á Stöðvarfirði og stærri bústaðurinn á Bjarteyjarsandi. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Tilvalið að fara í berjamó á þessum tíma.
18. ágúst 2015
Kynningarfundur um úrskurð gerðardóms - streymi
Þriðjudaginn 18. ágúst kl 20:00 verður haldinn kynningarfundur á Grand hótel Reykjavík. Hér er að finna streymisupplýsingar fyrir landsbyggðarfélagsmenn.
17. ágúst 2015
Stjórn Fíh fellir niður dómsmál
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) hefur tekið ákvörðun um að fella niður dómsmál það sem félagið hefur höfðað gegn íslenska ríkinu í tengslum við lagasetningu á verkfall hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu.
14. ágúst 2015
Kynningarfundur um úrskurð gerðardóms
Þriðjudaginn 18. ágúst kl 20 verður haldinn kynningarfundur á Grand hótel Reykjavík.
14. ágúst 2015
Úrskurður Gerðardóms
Í úrskurði Gerðardóms varðandi breytingar á kjarasamningum eru eftirfarandi breytingar:
07. ágúst 2015
Ritstjóri óskast
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar eftir að ráða ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga í fullt starf.
07. ágúst 2015
Tímarit hjúkrunarfræðinga - appið
Smáforrit til að lesa tímarit hjúkrunarfræðinga er fáanlegt í App store og Google Play.